Að berja hausnum við stein
21.9.2011 | 14:57
Nú stökkva evrópusinnar úr öllum skúmaskotum og reyna að halda á lofti ágæti evrunnar. Alls staðar annars staðar um gervalla veröldina, eru menn hins vegar að spá hversu lengi hún fái lifað.
Guðmundur Gunnarsson kemur nú fram með speki sína um að Íslenskir launamenn séu í efnahagslegum fjötrum vegna krónunnar. Það er merkilegt að maður sem hefur verið í forsvari fyrir rafvirkja landsins skuli ekki hafa meiri skilning á hagfræði en þetta. Krónan kemur hörmungum launþega ekkert við, heldur þeir sem stjórna hagkerfinu, oftast bankamafían. Krónan, hvort sem hún er bundin öðrum gjaldeyri eða ekki, ræður engu þar um. Ef við höfum eigin gjaldmiðil, endurspeglar hann hagstjórn landsins. Ef gjaldmiðillinn er tengdur öðrum erlendum, eða tekinn upp erlendur gjaldmiðill, sem er jú nokkuð það sama, mun sá gjaldmiðill endurspegla hagkerfi það sem stæðst er innan hans.
Í ljósi reynslunnar af misvitrum stjórnmálamönnum hér á landi og nýlegu dæmi yfirtöku banka á stjórn landsins, er það ekki vænlegt fyrir okkur Íslendinga. Ekki væri betra fyrir okkur ef stjórnvöld hér þyrftu að beyta sömu brögðum og Grikkir nú, lækka laun fólks um 50%!
Það er hins vegar gaman að sjá að Guðmundur skuli segja að bestu ár launþega á Íslandi hafi verið á árunum frá 2000 til 2005. Hverjir voru við stjórnvölinn þá? Eftir 2005 tóku bankagangsterarnir völdin í landinu og héldu þeim fram að bankahruni. Sá tími var fullur af froðufé, eins og Guðmundur bendir á og því ekki marktækur. Eftir haustið 2008 hafa svo arftakar þeirra sem stjórnuðu og áttu gömlu bankana tekið við stjórnartaumunum í landinu.
Það hefur alltaf verið talinn kostur þegar menn hafa vit og þor til að skipta um skoðun, þegar í ljós kemur að menn hafa rangt fyrir sér. Guðmundur hefur hvorki það vit né kjark. Því stekkur hann nú fram, þegar ljóst er að ESB aðild Íslands er að renna út í sandinn og reynir af veikum mætti að koma fram með rök sem ekki standast.
Sumir ESB sinnar stinga hausnum í sandinn en aðrir berja honum við stein!
Íslenskir launamenn í efnahagslegum þrælabúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já segðu, það er greinilegt að samningsmenn þessara Landa standa sig betur en hér á Landi og myndi ég ætla þeim sigur í því að staðan sé svona góð þar frekar en krónunni okkar blessaðri.
Að kenna krónunni um þetta er hálf kjánalegt hjá Guðmundi vegna þess að það er greinilegt að samningmenn fyrir bættum launakjörum hér á Landi eru vita máttlausir í að semja...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.9.2011 kl. 16:31
„Þau 40 ár sem Rafiðnaðarsambandið hefur verið til hefur það samið um liðlega 3.000% launahækkanir. Á sama tíma hefur danska rafiðnaðarsambandið samið um 330% og býr samt við betri kaupmátt."
Er það kannski ekki eitt af vandamálunum hér, ef laun hækka um 10% þá hækkar verðlagið um 12-15%. En að kenna krónuni um er eins og ræðarinn sem kennir árinni um, hvoru tveggja er ekkert annað en verkfæri
Brynjar Þór Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.