Ekki að undra !

Það er ekki skrítið að Margrét skammist sín fyrir vinnustað sinn. En hverjum er um að kenna að slík staða skuli koma upp aftur og aftur á þinginu?

Er það stjórnarandstöðunni, sem beytir sínu eina vopni, málþófi, gegn stjórnarfrumvarpi sem færir völd frá Alþingi til stjórnsýslunnar, þvert á þá niðurstöðu sem fram kom í "hrunskýrslunni".

Eða er það ríkisstjórninni sem hangir eins og hundur á beini á frumvarpi sem akkúrat engin áhrif hefur á líðandi stund og breytir engu í því fárviðri sem fjölskyldur landsins búa við? Hangir á þessu frumvarpi vegna þess eins að það er hugarfóstur Jóhönnu og enginn þorir að andmæla henni.

Skynsemin hlýtur að segja manni að frumvarp sem engu breytir á líðandi stundu á að leggja til hliðar og afgreiða þau mál sem mestu máli skipta. Það þarf bara einhvern kjarkmikinn innan stjórnarliðsins til að gera Jóhönnu þetta ljóst. Þar liggur vandamálið, einræði og ofstjórn hennar hefur afrekað því að enginn stjórnarliði þorir að mótmæla henni, heldur er hlítt í blindni.

Þar liggur vanvirðing Alþingis!!


mbl.is Skammast sín fyrir að vera þingmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er alveg sammála þér í þessu! En hefur þú ekki tekið eftir hversu ákveðnar þingkonur leggja sig fram um að ávinna sér hrós Jóhönnu, jafnvel þó þær stiðji aðra stjórnmálastefnu?

Þær geta tekið það til sín sem eiga.

Sandy, 15.9.2011 kl. 13:38

2 Smámynd: Sólbjörg

Það lýtur út eins og Margrét og Birgitta séu báðar búnar að spyrða pólítíska sál sína við Jóhönnu. Það gerðist eftir að Bjarni Ben gaf út vantraust yfirlýsingu á stjórnina.

Þær þegja þunnu hljóði eins og þær séu í álögum óttans. Réttlætis og firðardúfurnar eru sem lamaðar að vita að ef til kosninga kemur er þeirra setu á aþingi lokið.

Líklegast hefur Jóhanna hafi gert þeim ljóst að þeim sé hollara að vita hvað til þeirra friðar heyrir.

Sólbjörg, 15.9.2011 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband