Áróðursmeistari Steingríms

Nú þegar allt er komið í kalda kol innan VG og fyrirsjáanlegt að flokkurinn bíði afhroð í næstu þingkosningum, sem verða vonandi hið fyrsta, er mikilvægt fyrir formann hans að virkja áróðursvél sína. Einn sá afkastamesti innan þeirrar vélar VG er auðvitað Björn Valur, sérlegur rakki Steingríms.

Nú ræðst Björn Valur að forsetanum og reynir að koma sök á hann, reynir að kenna honum um vandræði flokksins.

Til þess áróðurs notar Björn Valur hefðbundin vopn áróðursmeistara, þar er ekki farið að sannleikanum, heldur kastað fram tilhæfulausum fullyrðingum, í anda hinna sönnu áróðursmestara.

Hvenær talaði forsetinn um aðför að sér af hálfu Steingríms? Aldrei! Hvenær hefur forsetinn talað um að setja ríkisstjórnina af? Aldrei í fjölmiðlum, Björn Valur er kannski að upplýsa okkur um eitthvað sem skeður bak við tjöldin, en meiri líkur eru þó á að þetta sé hreinn uppspuni hjá honum.

Staðreyndin er að forsetinn sagði sig knúinn til að koma með svar við fréttaviðtali við Steingrím, þegar skilanefnd gamla Landsbankans hafði gefið út að þrotabúið dygði fyrir icesave og gottt betur. Þá kom fjármálaráðherra í fjölmiðla og í stað þess að lýsa ánægju yfir þessari niðurstöðu, var hann greinilega mjög óhress og ekki nóg með það, heldur talaði hann verulega úr málinu og tók málstað Breta og Hollendinga. Þetta er auðvitað óásættanleg afstaða fjármálaráðherra og það var henni sem forsetinn  var að svara. Ekki neinum persónulegum árásum á sig eða embætti sitt, heldur undarlegri afstöðu fjármálaráðherra til málsins.

Vandræði VG eru mikil og fylgi flokksins hefur hrunið. Þetta hrun hans er þó ekki af völdum ummæla eða aðgerða forsetans, heldur vegna svika forustu flokksins við kjósendur. Þessa staðreynd verða þingmenn og ráðherrar flokksins að viðurkenna.

Ef áróðursmeistari Björn Valur vil vinna flokknum gagn á hann að reyna að snúa forustunni til þess vegar er kjósendur flokksins vilja, ekki að reyna að koma sök á aðra. Það gerir einungis vont ástand innan VG, enn verra!

Vonandi verða kosningar innan stutts tíma og reyndar bera öll merki framkomu stjórnarliða merki þess. En þó er of fljótt að hrósa happi, staðreyndin er nefnilega að framkoma stjórnarliða gagnvart hverjum öðrum, bæði milli flokka og innan þeirra, hafa borið sterk merki þess að kosningar séu í nánd, allt frá upphafi þessa stjórnarsamstarfs. Samt hefur þessi óhæfustjórn setið í tvö og hálft ár. Því er allt eins líklegt að hún hangi á lygum sínum út kjörtímabilið.

Björn Valur ætti að taka gítar sinn og stökkva um borð í togara, þar er hann á heimavelli. Stjórnmálamaður er hann ekki!


mbl.is Krefur forsetann svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband