Hver er hræddur ?

Össur er undrandi á því að andstæðingar aðildar að ESB vilji ekki kjósa um "samning". Við hin erum undrandi á því hvers vegna Össur vildi ekki kjósa um hvort farið skyldi til viðræðna og enn meira undrandi á því hvers vegna Össur vill ekki láta kjósa um framhald þeirra. Við erum undrandi á því að lýðræðið skuli vera svo lágt skrifað hjá aðildarsinnum.

Hann fullyrðir að meirihluti þjóðarinnar vilji halda ferlinu áfram og ber fyrir þeirri fullyrðingu sinni skoðanakönnun unna af þeim fréttamiðli sem mest hefur stutt hann. Ef Össur er svona sannfærður ætti hann að sjálf sögðu að leifa þjóðinni að kjósa. Með því fengi hann sterkara umboð.

Staðreyndin er að Össur veit sem er að þessi skoðanakönnun er ekki marktæk, því þorir hann ekki að láta þjóðina kjósa um áframhald viðræðna.

Að hald því fram að þeir sem eru á móti aðild séu "hræddir" við að kjósa um samning er fráleitt. Össur veit sem er að ekki verður um neinn raunverulegan samning að ræða, einungis bókanir um frestun einstakra atriða hans. Össur veit að enginn fær aðild að ESB nema gangast undir regluverk þess.

Ótti þeirra sem á móti aðild eru, er af allt öðrum toga. Hann er við þá staðreynd að kosningin verður einungis leiðbeinandi fyrir stjórnvöld. Því er ekki tryggt að farið verður að niðurstöðu hennar og reyndar öruggt ef núverandi ríkisstjórn verður við völd, verði kosningin hundsuð. Þau hafa áður sýnt að kosningarrétturinn er þeim lítils virði. Lýðræði rúmast ekki í hugum aðildarsinna!

Þá gagnrýnir Össur Bjarna Ben fyrir að skipta um skoðun. Það er spurning hvor er meiri og skynsamari maður, sá sem þorir að skipta um skoðun og velja sér aðra leið, þegar hann kemur að ófærri keldu, eða hinn sem af heimsku lætur vaða út í kelduna og sekkur þar til helvítis!!


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er þvílíkt bull hjá þér að það hálfa væri nóg. Það hafa margar skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill klára aðildarferlið og kjósa síðan um aðildarsamning. Mismunandi niðurstöður mismunandi skoðanaknnana skýrist í mörgum tilfellum af því að það er einfaldlega ekki spurt sömu spurninga í þeim öllum. Það er stór munur á að segja nú strax að menn vilji ganga í ESB og því að vilja klára aðildarferlið.

Það hafa allar þjoðir sem gengið hafa í ESB fengið fram breytingar á ESB reglum og það í mörgum tilfellum varanlegum og því er það einfaldlga rangt eð aðildarviðræður snúist um það eitt að dagsetja breytingar.

Ástæða þess að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB er ráðgefandi en ekki bindandi er sú að stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðageiðslu um málið. Til þess að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja hana tvisvar og hafa kosningar á milli. Því hefði þurft að samþykkja slíka breytingu á stjórnarkránni fyrir síðustu kosningar til að þetta væri hægt öðruvísi en að rjúfa þing núna á miðju kjörtímabili og boða til kosninga sem hefðu tafið okkur frá endurreisn þjóðfélagsins eftir hrun. Minnihlutstjórn Samfylkingar og VG gerði tilraun til þess að fá slíka samþykkt fyrir síðustu kostningar með frumvarpi þar um en það voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem komu í veg fyrir það með málþófi. Það er því Sjálstæðisflokknum en ekki ríkisstjórnarflokkunum að kenna að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning er ráðgefandi en ekki bindandi.

Það er útilokað að ríksstjórnin geti komið Íslandi inn í ESB að þjóðinni forspurðri. Það stafar meðal annars af því að til að Ísland geti gengið inn í ESB þá þarf að breyta stjórnarskránni og það getur ekki gerst fyrir næstu þingkostningar því það þaurfa að vera þingkosningar milli tveggja samþykkta Alþingis á breytingum á stjórnarskránni eing og ég hef sagt hér áður. Þar fyrir utan þá þarf líka samþykki allra 27 aðildarþjóðanna á aðild okkar því þær hafa allar neitunarvald þar um. Þetta eru allt lýðræðisþjóðir og því er útilikað að þær samþykki allar aðild gegn vilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu ætli stjórnvöld að fara þá leiðina.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband