Þú ert ekki ein um það !
12.9.2011 | 08:21
Guðfríður Lilja vill fá á hreint hvað Steingrímur var að makka við Ross Beaty. Það vilja fleiri.
Reyndar vilja flestir fá upp á borðið þau embættisverk sem Steingrímur hefur staðið að, ekki einungis Magma málið.
Hvað með fjáraustur hans til gjaldþrota sparisjóða, þar sem tugum milljarða var kastað í glæ meðan almennigur sveltur, hvað með hina nýju einkavæðingu bankanna, þar sem vogunarsjóðir eignuðust tvo af þrem endurreistu bönkum landsins? Svona væri hægt að spyrja lengi. Nánast hver einasta embættisfærsla Steingríms þarfnast skoðunar.
Jóhanna er mun betur sett. Eina embættisfærsla hennar var undirskriftin undir umsóknina að ESB. Ekkert annað hefur komið frá henni nema innihaldslaus loforð um betri tíð innan seilingar eða eftir helgi!
Það taka flestir undir ósk Guðríðar Lilju um að verk Steingríms verði skoðuð.
Nú er bara að sjá hvernig Björn Valur svarar henni. Hann hlýtur að stökkva til varnar fyrir Steingrím!
Ég vil fá á hreint hvað átti sér stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg með ÓLI kindum # hvernig þetta lið er að vkana núna sennilega eru korter í kosningar
Magnús Ágústsson, 12.9.2011 kl. 08:52
Aumingja Guðfríður Lilja er núna fyrst að sjá að Steingrímur J. er psyko. Steingrímur mun ljúga út í rauðann dauðann, eins og psyko ber að gera, þegar sannleikurinn er annars vegar.
Fyrr dettur hann dauður niður, en að viðurkenna mistök.
Guðfríður Lilja - Hættu í pólutík eða skiptu um flokk, ekki núna, heldur NÚNA!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 13:50
Það eina sem Guðfríður er að gera með þessum fyrirslætti er að sýna Helgrími að hún sé alveg tilbúinn að "prófa stólinn hanns"
Óskar Guðmundsson, 12.9.2011 kl. 20:32
V.Jóhannsson x2
Sigurður Haraldsson, 13.9.2011 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.