Hvar stendur Hanna Birna gagnvart ESB ?
10.9.2011 | 22:51
Það dylst engum að Hanna Birna er mjög frambærilegur stjórnmálamaður. Það dylst heldur engum að staða Bjarna Ben er veik innan flokksins.
Bjarni hefur djöful að draga, hann þarf að glíma við þá staðreynd að hafa verið þáttakandi í fjármálaóráðssíunni fyrir hrun. Þá bítur sú ákvörðun er hann tók í icesavemálinu hann sárt og margir sem eiga erfitt með að sættast við þá ákvörðun hans.
En langt er frá að Bjarni þurfi einn þingmanna að draga slíkan draug á eftir sér, þar er marga hægt að telja upp, bæði innan og utan stjórnarliðsins, jafnvel innan ráðherraliðsins.
Hanna Birna er fersk og hefur ekki slíka drauga á baki sér. Hún sannaði, þann allt of stutta tíma sem hún var borgarstjóri, að hún getur sameinað fólk, hvar í flokki sem það stendur. Vissulega mikill kostur fyrir stjórnmálamann.
Það sem vefst þó fyrir fólki er hvar Hanna Birna stendur á hinu pólitíska sviði. Hún er vissulega sjálfstæðismanneskja, en það segir þó lítið. Hver er hugur hennar til ESB aðildar, svo dæmi sé tekið? Hanna Birna hefur ekki gefið upp sína áherslu í því máli, hvorki með né á móti.
Nú þegar á þjóðinni dynur óstjórn vinstriaflanna sem leynt og ljóst vinna að því að koma hér á sósíalísku stjórnkerfi, nokkuð sem hvergi í heiminum hefur gengið upp til lengdar og alltaf endað með hörmungum fyrir þegnana, er ljóst að eftir næstu kosningar munu þessir skaðræðisflokkar fara frá völdum. Þá ríður á að sá flokkur sem leiðir nýja ríkisstjórn sé stjórnað af persónu sem fólk veit hvað stendur fyrir.
Þó á okkur landsmönnum dynji nú manngerðar hörmungar af hálfu stjórnvalda, með skattpíningu, atvinnuleysi, nauðungaruppboðum og almennt allt fari á versta veg, er það þó hégómi einn mðað við þær hörmungar sem á okkur munu dynja við inngöngu í ESB. Því er nauðsynlegt að Hanna Birna komi til dyranna í því máli og gefi upp sína afstöðu til þess.
Formaður stjórnmálaflokks getur ekki verið andsnúinn vilja flokksmanna. Þetta gerði Bjarmi Ben í vetur og geldur þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt að aðildarumsóknin verði dregin til baka, það er vilji meirihluta flokksmanna og því verður Hanna Birna að gefa upp hvort hún ætli að standa við þá stefnu.
Þá vefst einnig fyrir kjósendum hvort Hanna Birna hafi það þrek og þá kunnáttu í landsmálunum, til að taka að sér forustu í flokknum. Það er eitt að stjórna Reykjavíkurborg, annað að stjórna Íslandi.
Ég vona að Hanna Birna leyni ekki mikið lengur fyrir kjósendum hvar hún stendur varðandi ESB aðild. Annað hvort er hún á móti eða með, það er ekki hægt að vera þar á milli, eins og fyrrverandi varaformaður flokksins.
Þeir sem vilja klára viðræður og "kýkja í pokann", eru í raun hlyntir aðild. Það vita allir að pokinn verður tómur, aðild verður einungis með því að við aðlögum okkur að laga og reglukerfi ESB. Samninganefndin mun koma heim með tómann pokann, en hugsanlega verður hún með í hinni hendinni innkaupapoka með einhverjum frestunum á upptöku einstakra laga eða reglugerða. Eitthvað svona til að slá ryki í augu fólks.
Bjarni Benediktson hefur gefið skýr svör um hvar hann stendur gagnvart ESB aðildarviðræðunum, nú er komið að Hönnu Birnu. Ef hún er samþykk aðild, annað hvort skilyrðislaust eins og kratarnir, eða með því að vilja "kýkja í pokann", er full ástæða til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn til að leggja sitt á vogarskálarnar til að halda henni frá formannsstólnum. Ef hún, hins vegar, gefur út að hún sé á móti aðild og muni beyta sér fyrir því að umsóknin verði dregin til baka, má Bjarni Ben fara að leyta sér að annari vinnu.
Það er annars merkilegt að þessi könnun komi fram nú, stuttu eftir að Baugssjónvarpið skýrði frá því að vilji væri innan Sjálfstæðisflokks að Hanna Birna færi gegn Bjarna Ben. Ekkert kemur fram hvenær þessi skoðanakönnu fór fram, en það skiptir verulegu máli.
Treysta Hönnu Birnu best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkilega að losna við Bjarna Ben, hann sýndi það í Icesave málinu að honum er alls ekki treystandi, þannig að á meðan hann er þarna þá fær sjálfstæðisflokkurinn ekki mitt atkvæði, það er víst.
Ef Hanna er ekki búinn að velja sér hlið fyrir kosningar þá kem ég persónulega til með að líta á hana sem ESB hlynnta, þá aftur fær sjálfstæðisflokkurinn ekki mitt atkvæði.
Sigmundur Davíð hjá Framsókn er að koma roslega sterkur inn, að öllu óbreyttu þá er framsókn besti kosturinn, fínn formaður og skýrari stefna í ESB málum heldur en sjálfstæðisflokkurinn.
Það þarf ekki að minnast á VG og SF því þar eru flokkar sem koma aldrei til að fá atkvæði frá mér og þekki ég ansi fáa ef einhvern sem kemur til með að ljá þessum flokkum atkvæði sitt eftir þessa setu!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.9.2011 kl. 00:19
http://www.inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Bj%C3%B6rn_Bjarna$1250640060
Björn Emilsson, 11.9.2011 kl. 01:51
INN.tv samtal Bjorns Bjarnarsonar við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir
19 ágúst 2009 -- tekur af allan efa..Heimurinn mun falla fyrir henni.
http://www.inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Bj%C3%B6rn_Bjarna$1250640060
Björn Emilsson, 11.9.2011 kl. 01:54
Þetta er gott viðtal milli þeirra Björns og Hönnu Birnu. Nokkuð gamalt en gott engu að síður.
Þó tekur hún ekki afgarandi afstöðu til ESB, þó hún vissulega segi að það hefði átt að spyrja þjóðina hvort sækja hefði átt um aðild.
Gunnar Heiðarsson, 11.9.2011 kl. 02:37
Ef maður á að lesa á milli línanna sýnist mér hún frekar vera hlynnt aðild. Hún talar um að asinn í kringum umsóknina hafi "skemmt fyrir málinu" og virðist frekar þykja það miður.
En kannski á maður aldrei að lesa milli línanna. Hún segir ekkert hreint út um þetta sjálf, en hlýtur að gefa upp afstöðu sína fljótlega.
Haraldur Hansson, 11.9.2011 kl. 02:56
Ef þú heldur að pokinn sé tómur, er þá ekki lagi að kíkja í hann og fullvissa sig um það. Staðreyndin er að hann er ekki tómur og það er alltaf verið að setja í hann. Væri ekki betra að við værum með í ráðum um hvað fer í þennan poka?
Hjálmtýr Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.