Frétt sem segir lítið
6.9.2011 | 06:04
Þessi frétt segir lítið. Hvernig störf eru þetta sem eru laus? Eru þetta störf í líkingu við þau störf sem boðin voru í vor og urðu að blaðamáli, þar sem atvinnurekandi óskaði eftir fólki í símsvörun en fékk fáa til vinnu. Það kom reyndar ekki fram í fréttum þá að um var að ræða vinnu frá fimm á daginn til miðnættis og fyrir þá vinnu ætlaði atvinnurekandinn að greiða dagvinnulaun.
Eða eru þetta störf í líkingu við þau sem Reykjavíkurborg er að bjóða, 50% störf. Ef svo er má deila í heildartöluna, því 50% starf er einungis hálft starf. Því væri réttara að segja að enn ætti eftir að ráða í tuttugu störf hjá íþrótta og tómstundarráði Reykjavíkur.
Það er ljóst að flestir þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum vilja frekar vera í vinnu, en þá verða laun að vera í samræmi við vinnu. Einnig þarf fólk að sjá sér hag í því að sækja vinnu, laun þurfa a.m.k. að ná sömu kjörum og atvinnuleysisbætur að teknu tilliti til alls hliðarkostnaðar.
Flest laus störf eru fyrir ófaglærða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er alveg rétt hjá þér, þessi frétt segir ekki neitt og er í raun villandi. Það er ekki hægt að setja bara næsta mann í að vinna á frístundaheimili. Viljum við t.d. að útlendingur sem talar skítsæmilega íslensku vinni þar? Hvaða áhrif hefur það á málþroska barna?
Það sem er villandi er að stilla þessu þannig upp að fyrir hvert laust starf eigi að fækka um einn á atvinnuleysisskrá en það er auðvitað ekki svo ef menn hugsa málið aðeins þegar haft er í huga að atvinnuleysingjar hafa mismunandi bakgrunn og mismunandi störf gera kröfu um mismunandi þekkingu/reynslu.
Helgi (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.