Hjól knúið áfram af vél er vélhjól.

Vespa eða öllu heldur scooter, því nafnið Vespa er einungis á einni tegund scootera. Sumir vilja kalla þetta Skutlur hér á landi, en látum nafngiftina þó eiga sig.

Scooter er vélknúið ökutæki. Hvort vél þess er knúin af eldsneyti eða rafmagni skiptir einu, það er knúið áfram af vél. Því ættu þessi tæki að flokkast undir sama flokk gagnvart lögum.

Hvernig menn hafa getað snúið lögunum svo á haus að kalla þessi tæki reiðhjól er með ólíkindum. Það þarf verulegt hugmyndaflug til þess. Það eru ekki einu sinni petalar á þessum tækjum til að hægt sé að hjóla á þeim!

Með sömu hugsun og skilreiningu ætti þá ekki að flokka rafknúna bíla sem kassabíla?

Nú eru bifhjól flokkuð eftir rúmtaki vélar, 0 - 50cc kallast létt bifhjól og geta þeir sem orðnir eru 15 ára tekið próf á slík tæki. Þeir sem hafa almennt bílpróf mega aka bifhjólum allt að 124cc, sérstakt bifhjólapróf þarf á þau hjól sem hafa stærri vél. Einnig kemur þyngd inn í þessa flokkun.

Hvers vegna það er miðað við rúmtak vélar er spurning, en með nútíma tækni er hægt að auka afl véla nokkuð mikið án þess að auka rúmtak þeirra. Nær væri að miða við afl véla, hö. eða kW.

Eins og reglur eru nú eru bifhjól undir ákveðinni þyngd og knúin af rafmagni, flokkuð sem reiðhól. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að setja öflugan rafmótor í slíkt tæki og er reyndar ákaflega einfallt. Ekki kæmi mér á óvart að þegar væru á götunum hjól með slíkri breytingu.

Ökutæki, hvort sem það er scooter, reiðhól eða hvaða ökutæki sem er, sem knúið er áfram af einhverskonar vélbúnaði, skal auðvitað skráð sem vélknúið ökutæki, sem það sannarlega er.

Hvort menn vilja svo rýmka reglur um akstur þessara tækja er svo allt annað mál. Það má vel hugsa sér að ökutæki með minni vél en t.d. 1/2 hö. (0,37 kW) sé flokkað sérstaklega og af þeim séu lægri gjöld og tryggingar og aldur þeirra sem meiga aka slíkum tækjum sé eitthvað lægri en 15 ára.

En hjól knúið áfram af vél er vélhjól, einfaldara getur það varla verið!


mbl.is Brjóta reglur á rafmagnsvespum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er hægt að redda þessu með orðabreytingu í umferðarlögum...

Í staðinn fyrir orðið "vélknúið" þá er hægt að segja "mótorknúið" sem er ekkert verri íslenska en margt sem maður heyrir í dag...

Það er jú talað um "rafmagnsmótora" þannig að ef skipt væri út orðinu "vél"knúið, sett í staðinn "mótor"knúið þá eru þessi tæki orðin skráningarskyld og enginn fær að aka þeim nema vera með réttindi á léttbifhjól í það minsta...

með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.9.2011 kl. 16:18

2 identicon

Það er frábært (eða sorglegt ollu heldur) hve fullfrískt fólk er reiðubúið til þess að láta setja reglur um allt. Til hvers að taka próf á rafhjól? Jú svo hið opinbera geti rukkað. Reiðhjól fara miklu hraðar og ég minnist ekki þessarar umræðu um þau.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 19:46

3 Smámynd: Landfari

Gunnar, þetta hefur allt með hraðan sem hjólið er gert fyrir. Ef hann er innan ákveðinna marka flokkast þetta ekki sem vélknúið ökutæki frekar en rafmagnshjólastóll.

Ólafur, rafvélar hafa verið til í málinu þannig að það breytir engu með þetta orðalag. Rafmótor eða bensínmótor í staðin fyrir rafvél eða bensínvél skiptir engu.

Landfari, 6.9.2011 kl. 01:07

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þá er það komið furst orðið "rafvél" hefur verið til í málinu...

Sigurður (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 19:46... Að sama skapi spyr ég hvað fullfrískt fólk er að gera á svona hjálpartækjum þegar fæturnir eru í lagi???

Ólafur Björn Ólafsson, 6.9.2011 kl. 10:00

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sigurður. Reiðhjól komast hratt, það er engin spurning. En munurinn á að aka farartæki sem þú þarft að stíga áfram af eigin krafti og að aka farartæki sem er knúið vél er mikill. Það sem þú kallar rafhjól eru scooterar sem eru knúnir vél. Því mætti allt eins spyrja hvort ástæða sé til að taka próf á samskonar hjól með bensínvél. Hver er munurinn? Aflið er svipað.

Landfari. Það er rétt að hraði þessara farartækja er einn liður í flokkun þeirra. En það er ekki eingöngu miðað við hraðann, þyngd og rúmtak vélar spila stærri þátt í þessari skilgreiningu.

Ólafur. Vél eða mótor skiptir einu. Vél hefur verið talið íslenskun á orðinu mótor, þó það orð hafi vissulega fest sig í sessi í íslensku máli. Þetta snýst ekki um þetta atriði.

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2011 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband