Svik Jóhönnu

Enn syrtir í álinn hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Ef það er rétt að hún hafi stöðvað viðskiptabankana í viðleytni til leiðréttingar lána, til þess eins að halda hlífiskyldi yfir Íbúðalánasjóð, er þarna um virkilega stórt mál að ræða.

Það hefur vakið undrun margra hversu bankar hafa verið tregir til þessa verks, þar sem þetta er í raun eina leið þeirra til að sjá raunverulega stöðu sína. Ef það er svo staðreynd að forsætisráðherra hafi komið í veg fyrir þetta, undir þrýstingi frá AGS eða ekki, skýrir það verk bankanna.

En það er margt fleira sem um Jóhönnu má segja. Hún sagði að Össur hafi fylgt samþykkt Alþingis í Líbíu málinu. Hvaða samþykkt? Það getur verið að mynni mitt sé orðið slakt, en ég man ekki til að Alþingi hafi gert sérstaka samþykkt um stuðning við NATO í Líbíu. Hugsanlega var einhver slík samþykkt gerð í utanríkismálanefnd, um störf hennar fær almenningur ekkert að vita, en þá hefði formaður hennar getað upplýst flokksfélaga sína um það mál. En engin samþykkt var gerð á Alþingi um þetta mál.

Þá hafði Jóhanna uppi þau orð að það væri hættulegur leikur þegar stjórnarflokkar hafa samskipti sín á milli í gegn um ályktanir. Vissulega rétt hjá henni. En hvað með þann leik sem hennar flokksfélagar hafa viðhaft gagnvart þingmönnum og ráðherrum samstarfsflokks síns í fjölmiðlum? Hvað með þau ummæli sem hún sjálf hefur viðhaft gagnvart þessu fólki? Er það ekki líka hættulegur leikur? Eða er í lagi að hennar mati að gagnrýna allt og alla nema Samfylkinguna og hennar gjörðir?

Jóhanna er að mig minnir sá þingmaður sem lengst hefur setið á þingi. Á þeim tíma hefur hún oftar en ekki látið sig varða málefni þeirra sem minna mega sín, það er að segja þegar hún hefur verið í stjórnarandstöðu, minna hafur farið fyrir þeim málflutningi hennar þegar hún hafur verið í stjórn, þá hafa þau einungis verið tekin upp hjá henni síðustu vikur fyrir kosningar.

Eitt er það mál sem hún hefur gagnrýnt allann þennan tíma, þ.e. þegar hún er utan stjórnar. Það er verðtrygging húsnæðislána. Hún hefur ritað langar greinar í  fjölmiðla um þetta áhugamál sitt, en alltaf hefur það þó vikið úr huga hennar þegar hún sest í ráðherrastól.

Hún hefur því marg oft á sínum stjórnmálaferli getað tekið til hendinni í þessu máli, en kosið að láta það ógert. Einu sinni hefur hún þó sýnt viðleitni, en það var vorið 2008, þegar hún var félagsmálaráðherra. Þá skipaði Jóhanna nefnd til að skoða hvort hægt væri að afnema verðtryggingu húsnæðislána. Í nefndina skipaði hún m.a. vin sinn Gylfa Arnbjörnsson, sem titlar sig forseta ASÍ.

Í stuttu máli þá tók það þessa nefnd innan við viku að komast að niðurstöðu, ekki ætti að hrófla við vertryggingunni.

Hvernig Gylfa og félögum í nendinni tókst að skoða þetta yfirgripsmikla mál og meta kosti þess og galla á svo skömmum tíma er flestum hulin ráðgáta. Einungis ein skýring er marktæk og það er að samhliða skipunarbréfi nefndarinnar hafi verið skipun um rétta niðurstöðu. Það vita allir að auðveldara er að rannsaka mál ef niðurstan er vituð, sérstaklega þegar þeir sem málið rannsaka þurfa ekki að rökstyðja mál sitt, eins og var um þessa nefnd.

Eftir fall bankanna fullyrti Jóhanna í fjölmiðlum að skjaldborg yrði reyst umhverfis fjölskyldur landsins. Í aðdraganda kosninga vorið eftir hélt hún þessum málflutningi mjög á lofti. Reyndar var Jóhanna ráðherra þegar bankahrunið skall á og alveg fram að kosningum, forsætisráðherra meir en helming þess tíma. Ekki gerði hún þó neina tilraun til að reysa þessa skjaldborg. Engu að síður létu margir blekkjast. Stax eftir kosningar og ný ríkisstjórn hafði verið mynduð var svo þessi skjaldborg reyst umhverfis fjármálafyrirtækin og þar stendur hún enn, öflugri sem aldrei fyrr!

Það er magnað að nokkur skuli getað setið á þingi í meira en þrjá áratugi og hagað sér eins og Jóhanna hefur gert. Það er magnað að kjósendur skuli láta slíkt fólk plata sig aftur og aftur svo áratugum skiptir.


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill. Já það er ótrúlegt að Jóhanna hafi getið setið svona lengi og sitji enn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir þennan pistil, ég vill Jóhönnu burt núna þetta er komið gott hjá henni gagnvart almenningi í landinu því hún er fyrir mörgum árum komin úr tengslum við okkur!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband