Ríkisstjórn sokkin í fenið

Jóhanna Sigurðardóttir undrast ályktun VG liða um að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka störf ríkisstjórnarinnar. Hún er ekki ein af undrun vegna þessa máls, í ljósi þess að VG á aðild að ríkisstjórn landsins og formaður utanríkismálanefndar kemur úr röðum VG. En það eru einmitt störf þeirrar nefndar sem skulu rannsökuð.

Þetta er örugglega einsdæmi, ekki einungis hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim og jafnvel þó víðar væri leitað.

Þegar annar stjórnarflokkur krefst rannsókna á gerðum ríkisstjórnar er orðið blautt fenið undir stjórninni og hún sokkin djúpt, einungis spurning hvenar hún sekkur endanlega.

Þetta er þó fjarri því að vera eina deilumál þeirra flokka sem skipa ríkisstjórn. Langann lista væri hægt að telja upp og sennilega fljótlegra að telja upp þau mál sem stjórnin er samhuga um. Nýjasta deilumálið er þó kaup hunangsdrengsins og ljóðskálsins frá Kína, sem Össur kallar góðann dreng og velgjörðamann, á einni stæðstu jörð landsins, hafa þau kaup hrist verulega upp í samstarfi þessara flokka.

Persónuleg tengsl forustu Samfylkingar við þennan Kínverja gera það að verkum að flokkurinn leggur ofuráherslu á að kaupin nái fram að ganga.

Fyrir VG liða er málið hins vegar nokkuð snúnara. Þeir hafa hingað til sagt að ferðaþjónustan ætti að vera okkar björgunarhringur í þeim ólgusjó sem þjóðarskútan er í. Loks þegar einhver kemur og er tilbúinn að kasta tugum milljarða til verksins, hrökkva þeir í kút. VG liðar gerðu ekki ráð fyrir að erlendur stóreignamaður kæmi með slíkt tilboð. Í augum VG liða er erlent fjámagn af hinu slæma, nema auðvitað það sé fengið að láni frá AGS. Í augum VG liða eru stóreignamenn illir menn, næst því að vera fulltrúar þess illa úr neðra. Því geta þeir illa samþykkt þessi kaup.

Hvar eða hvernig VG liðar höfðu hugsað sér að fá fjármagn til uppbyggingar ferðaþjónustunnar hefur aldrei komið fram. Þeir halda sennilega að peningarnir vaxi á trjánum. Alla vega má það fjármagn ekki koma erlendis frá og með öllu er bannað að stóreignamenn séu að skipta sér af ferðaþjónustu á Íslandi.

Það er öllum ljóst að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og VG er löngu brostið. Þetta samstarf heldur eingöngu vegna valdasýki VG og ESB aðdáunar Samfylkingar.

VG veit að þeir munu ekki komast í ríkisstjórn aftur, a.m.k. næstu áratugina og Samfylkingin veit að ESB umsóknin er fyrir bí um leið og þessi ríkisstjórn fellur.

Því halda þessir flokkar áfram í stjórnartaumanna, jafnvel þó þeir geti ekki komið sér saman um eitt né neitt.

Á meðan blæðir þjóðinni.


mbl.is Óskiljanleg ályktun um Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekkert nema gott um það að segja að erlendir menn komi inn með fé til að vinna að uppbyggingu landsins.  En það sem er varhugavert við þetta er kaupin á landinu.  Ef ég ætti að ráða, myndi ég ræða við manninn um að hann gæti fengið landið leigt í 99 ár eins og hér var oft gert áður. Til þess yrði ríkið að kaupa þann hluta jarðarinnar sem fólki vill selja. Þaðyrði þó að gera með því að mat færi fram um hvers virði landið er.

Það er í raun og veru hættulegt að selja svona stórt land til erlendra aðila, sérlega í ljósi þess að það er ekki 100 % að hann standi að þessu sjálfur, með vísan í stöðu hans innan Kínverska kommúnistaflokksins og inviklinguna þar.  Samfylkingin aftur á móti er svo hreint út sagt prinsipplaus að það er skelfilegt að þessi flokkur skuli hafa svona mikil völd.  Þeir myndu selja ömmu sína, það væri bara spurning um verðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá er ég ekki að tala um allt þetta flæmi heldur það sem hann teldi sig þurfa undir hótel og ferðaþjónustu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 13:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hef ég myndað mér persónulega skoðun á því hvort hunangsdrengurinn hans Össurar eigi að fá þetta land keypt. Hef þó bent á að þegar Össur fer að mæra eitthvað sé eins gott að fara varlega.

Það er hins vegar spaugilegt að fylgjast með VG liðum í þessu máli, sérstaklega vegna þess að þeir hafa um langann tíma haldið því fram að ferðaþjónustuna beri að auka og að sú atvinnugrein eigi að verða okkar aðal tekjulind í framtíðinni.

Afgerandi andúð þeirra á öllu sem erlent er auk mikillar andúðar á auðmönnum bannar þeim þó að fjármagn komi frá þessum aðilum, hvaðan það á að koma hafa þeir hins vegar ekki gefið upp.

Það vita allir sem vilja vita að fjármagn kemur frá þeim sem það eiga, það vita líka allir sem vilja vita að þeir sem eiga mikið fjármagn eru oftast refir í viðskiptum. Menn eignast ekki fé af góðseminni einni saman það er deginum ljósara. Því er ljóst að ef byggja á upp ferðaþjónustu í landinu verða fjármagnseigendur að koma til. Auðvitað gera þeir það þá til að græða, en ef sá gróði þeirra skapar atvinnu og tekjur fyrir þjóðina, mega þeir græða mín vegna.

Hvort hunangsdrengurinn sé rétti maðurinn veit ég ekki og hvort þörf sé að þeir sem að slíkri uppbyggingu koma eignist stórann hluta landsins er erfitt að sjá.

Hver tilgangur Huangs með þessum kaupum er vitum við ekki, hugsanlega ælar hann einfaldlega að byggja upp ferðaþjónustu þarna, en hugsanlega eru einhver önnur sjónarmið í gangi hjá honum, eins og Financial Times gefur í skyn.

Sá varnagli sem Katræin Júlíusdóttir gefur um að lagaumhverfi hér sé svo gott að ekkert þurfi að óttast, er þó haldlítill. Lögum hefur verið breytt á Alþingi fyrir minni spámenn en Huang.

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá komum við að aðalmálinu ekki satt: ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ TREYSTA ÍSLENSKUM STJÓRNVÖLDUM.  Til þess eru þau of barnaleg, trúgjörn og gráðug.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 14:18

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

WC liðar eru alveg að spila út. Þeir eiga bara eitt eftir.

Lýsa yfir stuðningi við Gaddafi.

Óskar Guðmundsson, 30.8.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband