Opinberar fávisku sína

Þorleifur Gunnlaugsson opinberar fávisku sína í þessu viðtali. Hann segist ekki sjá aðra leið til hjálpar þeim fjölda fólks sem ekki getur fætt og klætt börn sín, en að hækka skatta.

Það er magnað að maðurinn skuli vera búinn að vera í pólitík í svo langann tíma og hafi ekki meiri skilning á einföldustu staðreyndum.

Aukin skattheimta mun einungis fjölga því fólki sem missir vinnuna og lendir í þeim hóp sem Þorleifur þykist ætla að hjálpa. Hún mun einnig fjölga þeim sem ekki ná endum saman þrátt fyrir að hafa vinnu. Þetta er staðreynd og þarf hann ekki annað en skoða tekjuaukningu ríkisshjóðs síðustu þrjú ár.

Tekjur hafa ekkert aukist þrátt fyrir stóraukna skattheimtu. Fleiri og fleiri eru komnir í höft fátæktar, jafnvel þó þeir hafi vinnu. Laun millistéttana duga ekki lengur fyrir nauðsynjum og enn verr er ástand þeirra sem lægstu launin hafa.

Eina leiðin til hjálpar þeim sem verst standa er að stuðla að aukinni atvinnu, gera fyrirtækjum kleyft að starfa á eðlilegum rekstrargrunni. Þáttur ríkisins í þeirri viðleitnu er fyrst og frems að lækka skatta og stuðla að jafnvægi. Ef fyrirtækin geta rekið sig verður til atvinna, það varða til verðmæti og það stækkar skattstofna ríkisins. Út á það gengur þetta allt, að STÆKKA skattstofnana, ekki hækka skattana!

Svo er rangt hjá Þorleifi að hækkun fjármagnstekjuskatts úr 20% í 30% sé 10% hækkun. Það er um 50% hækkun.

 


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nemi verðbólga 2/3 af vaxtatekjum virkar 30% fjármagnstekjuskattur miðað við núverandi reikniaðferð sem 90% skattur á raunvaxtatekjur.

Kannski skilur Þorleifur þessi ekki svona einfalda útreikninga en sé svo þá nenni ég ekki að eiða tíma mínum í að kenna honum þá.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 18:34

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Langtímavistaðir á Siðblindrahæðinu (áður Alþingi) og öðrum viðlíka stofnunum er ekki við bjargandi þar sem viðkomandi eru vanir að fara í "stóra vasann" (okkar) þegar þeir fara framúr ruglinu í sjálfum sér. Þeir gera sér ekki grein fyrir að almenningur á engann "vasa" til að seilast í heldur er almenningur búinn ap taka þegar út allt sem þau geta úr lífeyrissjóðunum og öðrum sparnaði til að brenna á skattabálinu.

Nú er skammt í afkvæmi vinstristjórna, alsherjarverkfall.

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband