Einangraðir þjóðernissinnaðir LÍÚ sinnar og rollubændur í moldarkofum

Einangraðir þjóðernissinnaðir LÍÚ sinnar og rollubændur í moldarkofum er um 65% þjóðarinnar, samkvæmt málflutningi ESB sinna.

Þessi rök eru hæðst á lofti nú, þegar evran er ekki lengur sá sleikipinni sem hún hefur verið og reyndar orðinn frekar súr.

En hvað er þjóðernishyggja? Er það þjóðernishyggja að vilja standa á rétti þjóðar? Er það þjóðernishyggja að vilja halda sjálfstæði þjóðarinnar?

Um einangrunarstefnu er það eitt að segja að ESB sinnum hefur tekist að finna því orði nýja merkingu. Að kalla það einangunarstefnu að vilja hafa sjálfræði um samningsgerð við þjóðir heims er frekar langsótt. Staðreyndin er að ef við göngum í ESB verðum við mun einangraðri en nú, þ.e. gagnvart öllum öðrum þjóðum heims, utan þau 27 sem eru innan ESB. Því er frekar hægt að tala um að ESB sinnar séu einangrunarsinnar, þeir vilja einangra okkur innan hóps ríkja sem eru á fallandi fæti og útiloka okkur að gera samninga við öll önnur lönd heims. Þar verðum við að hlýta samningum sem ESB gerir fyrir hönd sinna ríkja og ljóst að okkar sjónarmið verða lágt skrifuð í þeim samningum.

Rollubændur í moldarkofum þekkjast ekki á Íslandi og hafa ekki verið til um langann tíma. Það eru hins vegar til bændur og meðal þeirra eru fjárbændur. Þann hóp hræðast ESB sinnar meira en allt annað og er það eðlilegt. Bændur og samtök þeirra hafa nefnilega verið duglegastir allra starfastétta í landinu við að kanna kosti og galla aðildar að ESB. Niðurstaða þeirra var algerlega á einn veg, að aðild væri verulega slæm fyrir landbúnað Íslands, svo slæm að hugsanlega legðist hann niður að stórum hluta með tilheyrandi fækkun vinnandi handa sem nú þjóna þessa starfsemi.

Að þessari niðurstöðu voru bændur búnir að komast að með rannsóknum áður en umsókn var send til Brussel. Áður en verulega fór að halla undan fæti hjá þjóðum ESB.

Einn helsti talsmaður ESB sinna í landbúnaðarmálum hefur leift sér að skrifa hvern pistilinn af öðrum gegn bændastéttinni. Þar blandar hann saman því sem hann telur hagkvæmt fyrir landbúnaðinn og því sem hann telur að þurfi að breyta innan hans. Verst er þó að þessi maður, sem er yfirmaður hagfræðideildar Háskóla Íslands, byggir sín skrif á gögnum sem eru 15 ára eða eldri. Ekki hefur hann uppfært gagnasafn sitt, annað hvort vegna þess að hann nennir því ekki en þó líklegra vegna þess að það þjónar ekki málfluttningi hans.

Auðvitað má alltaf gera betur í þróun og á það jafnt við um landbúnað sem annað. Þó vita þeir sem fylgjast með og til þekkja í landbúnaði að hér á landi hefur orðið gífurleg þróun, allt frá miðri síðustu öld. Fáar starfsgreinar hafa þróast jafn vel og Íslenskur landbúnaður. Þetta hefur gerst af frumkvæði bændra sjálfra, enda þeir bestir til þess fallnir að sjá hvar er hægt að gera betur.

Ef menn telja að hraðar sé hægt að fara í þróun landbúnaðar er ekkert til fyrirstöðu að auka þann hraða, nema fjármagn. Auðvitað má auka það og þá um leið hraða þróunnarinnar, en það er nú ekki það sem hagfræðingurinn vill. Hann vill að guðirnir í Brussel segji bændum hvað þeir meigi gera og hvað ekki.

Varðandi þá stefnu sem tekin hefur verið erlendis og hagfræðingurinn kom aðeins inn á í einni grein sinni, að byggja risabú og framleiða mikið magn í fáum einingum, þá rímar það vissulega vel við hagfræðina, þ.e. það sem reiknað er á blaðið. En hagkvæmnin hverfur hins vegar fljótt þegar á hólminn er komið. Þar kemur margt til t.d. að bústofninn eru lifandi. Þetta ætti þó ekki að þurfa að koma neinum á óvart, sem kynnir sér málið aðeins og skoða hverjum árangri það hefur skilað að þjappa saman landbúnaði á fá risastór bú. Hörmungar fyrir samfélögin umhverfis þau bú eru geigvænlegar og skepurnar eru meðhöndlaðar á þann veg að til skammar er. Arðsemin hefur hins vegar orðið mjög lítil.

Þá hafa aðildarsinnar verið duglegir við að halda á lofti þeim rökum að verið sé að taka ákvarðanavaldið af þjóðinni með því að draga umsóknina til baka, að verið sé að veikja lýðræðið. Lýðræðið var fótum troðið af þessu sama fólki þegar umsókninni var nauðgað gegnum þingið án aðkomu þjóðarinnar. Því hafa þeir sem aðhyllast aðild að ESB ekkert með að tala um lýðræði, ekki einu sinni fótum tróðu þeir það með umsókninni, heldur er það einnig fótum troðið með því að einungis verður um leiðbeinandi kosningu að ræða, þegar og ef til hennar kemur. Þá má ekki gleyma því að stæðstum hluta lýðræðisins verður fórnað ef að inngöngu verður. Þeir sem aðhyllast lýðræði vildu að sjálf sögðu fá að kjósa um aðildarviðræður og vilja enn!! Þeir sem aðhyllast lýðræði vilja draga umsóknina til baka!

Það er því með fullu hægt að segja að einangunnarsinnar séu þeir sem aðhyllast ESB innlimun, að þjóðernishyggja sé sjálfsög og eðlileg og ætti hver að vera stolltur af henni og að umræður aðildarsinna um landbúnað einkennist að mikilli vankunnáttu. Lýðræðisást aðildarsinna fyrirfinnst ekki.

 


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein hjá þér tek undir hvert orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband