Hún er ekki með öllum mjalla !!

Jóhanna segir að ekki hafi verið rætt að hækka vask á matvæli en að rætt hafi verið að setja eitt skattþrep, 22%. Hvað er það annað en hækkun á matvælin, sem bera nú 7% vask?

Þessi málflutningur er ekki sæmandi fullorðnri manneskju, hvað þá forsætisráðherra.

Það er ljóst að þeir sem minna mega sín hafa möguleika á að draga eitthvað saman þá neyslu sem ber 25,5% vask en mat verður það að kaupa. Ef skatturinn þar fer úr 7% í 22% er ljóst að margur hefur ekki lengur efni á að fæða sína fjölskyldu. Svo einfallt er það nú.

Þessi ummæli Jóhönnu minna á ummæli seðlabankastjóra fyrir skömmu, þegar hann fullyrti að engin höft væru á ferðamannagjaldeyri, en að vísu fengi enginn meira en 500.000kr.

Þetta fólk er ekki með öllum mjalla og deginum ljósara að það hefur hvorki vit, kunnáttu né skynsemi til að vera í þeim stöðum sem það er!!


mbl.is „Engin áform um matarskatt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það bera ekki öll okkar útgjöld 7% vsk.

Ég bendi á blogg mitt um þetta fyrr í dag:

http://jonoskarss.blog.is/blog/jonoskarss/entry/1183700/

VArðandi ferðamannagjaldeyririnn þá er hann 350.000 í dag og háður því að þú farir í þann banka sem þú ert með launareikning.  Sértu ekki með neinn sérstakann launareikning (t.d. sjálfstætt starfandi, námsmaður eða án atvinnu og bóta) þá geta menn hvergi verslað.   Ekki er hægt lengur að kaupa gjaldeyri þar sem hann er hagstæðastur.  Maki má ekki fara fyrir sambýlisaðila sinn í bankann og sækja gjaldeyririnn þrátt fyrir að hafa farseðil og umboð undir höndum.  Þetta gildir hvort sem viðkomandi sambýlisaðili er að fara einn/ein í ferðina eða bæði hjónin.  Séu báðir aðilar að ferðast saman þá þurfa þeir báðir að mæta í bankann til að taka út gjaldeyri fari hann á annað borð upp fyrir hámark pr. mann.  

Semsagt það eru engin gjaldeyrishöft :)

Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér að ekki bera allar vörur og þjónusta 7% vask. Það er einnig rétt hjá þér að best væri að hafa eitt vask þrep.

Hins vegar er ljóst að þær vörur sem bera 7% vaskinn eru nauðsynjavörur, vörur sem láglaunafólkið neyðist til að kaupa. Því kemur breyting í eitt vask þrep nú út sem bein skattahækkun á láglaunafólkið. Við þær aðstæður sem við búum í dag er því hvorki skynsamlegt né mögulegt að fara þá leið.

Hvort frðamannagjaldeyririnn er að hámarki 350.000 eða 500.000 get ég ekki sagt til um, hef ekki kynnt mér það. En ef hann er 350.000 þá sýnir það enn frekar hversu utangátta seðlabankastjóri er, þar sem hann sagði engin höft vera á þessum gjaldeyri, en að vísu mætti ekki taka út meira en 500.000!!

Gunnar Heiðarsson, 9.8.2011 kl. 21:59

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Þetta lið er allt utan gátta :)  Það segirðu satt.

Það má deila um hvað eru nauðsynjavörur og hvað ekki:

Rafmagn, sími, internetaðgangur, fatnaður, hreinlætisvörur, húsbúnaður, bensín og bílavörur, flest allar barnavörur, tæki og tól hvaða nafni sem nefnast, aðkeypt vinna og svo fjölmargt annað ber hærra þrep í virðisaukaskatti.  Ég sé ekki betur en hvernig sem efnahagur fólks er þá "neyðist" menn til að kaupa fjölmargt af því sem lagður er á 25,5% virðisauki og það myndi mun miklu að fá þann hluta lækkaðan um 4,38%

Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband