Eru sveitafélögin með fólk í vinnu sem ekkert gerir ?
31.7.2011 | 17:21
Menn nota tækifærið og kenna kjarasamningum um flest sem illa fer.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga segir að sveitafélögin verði að segja upp fólki vegna þessa samnings.
Það er merkilegt ef rétt er, þar sem fulltrúar sveitarfélaganna í samninganefndum hafa verið einstaklega duglegir við að halda launum starfsfólks þeirra í lágmarki og verið erfitt að fá þá að samnigsborði. Dæmi er um að starfsfólk sem fær laun frá sveitafélugum hafi verið samningslaust svo mánuðum eða árum skiptir, á meðan hafa sveitafélögin í raun verið að græða. Sumir þeirra hópa sem fengu samning nú í sumar, við sveitarfélögin, höfðu verið samningslausir í tæp þrjú ár þar á undan!
Ef það er staðreynd að sveitarfélögin geti ekki staðið við gerðann samning er eitthvað að. Þau hafa ákveðnar skyldur sem þarf að uppfylla og til þess hefur þeim verið markaðir tekjustofnar. Því hlýtur vandamálið að vera eitthvað eftirtalinna atriða; lögbundin verkefni eru of stór, tekjustofnar of litlir eða stjórnun léleg.
Varðandi verkefnin þá er ljóst mörg þeirra hafa verið flutt frá ríki til sveita á undanförnum árum og oftar en ekki hefur kostnaður vegna þeirra verið vanmetin. Halldór ætti frekar að snúa sér að því að fá það leiðrétt. Tekjustofnar eru lögbundnir og duga sumum sveitum vel, þó aðrar geti ekki náð endum saman. Því bendir flest til að vandinn liggi fyrst og fremst í stjórnun sveitafélaganna. Það er vitað að mörg þeirra fóru offari fyrir hrun og súpa nú seiðið af því.
Vel rekið sveitafélag er einungis með það starfsfólk í vinnu sem þarf til að sinna þeim verkefnum sem þarf. Það hefur því varla getu til að segja upp starfsfólki, ef það ætlar að sinna sínum lögbundnu verkefnum.
Því hlýtur Halldór að ætlast til þess að verkefni færist frá sveitarfélugum svo þau geti fækkað starfsfólki, en hann hlýtur þó að gera sér grein fyrir því að þá minnka einnig tekjur sveitarfélaga. Varla er maðurinn að segja að sveitafélögin séu með fólk í vinnu, sem ekkert gerir.
Sveitarfélögin munu segja upp fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er reyndar kostuleg frétt, ef það er rétt að sveitarfélögin geti sagt upp fólki hefur eitthvað verið að í stjórnun slíkra sveitarfélaga. Nema að það sé meiningin að draga úr þjónustu við íbúanna.
Með hruninu kom nefnilega í ljós hve mörg sveitarfélög voru illa rekin. En það var ekki vegna þess að of margt fólk hafi verið í vinnu hjá þessum aðilum.
Yfirleitt var Það var vegna offjárfestinga sveitarfélaganna sem kostuð voru með lánum og oftar en ekki með erlendum lánum. M.ö.o. vegna alt of mikilla skuldsetninga sem stofnað var til vegna gæluverkefna sem farið í fyrir síðustu síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Laun starfsmanna hjá sveitarfélögunum eru þau lægstu í landinu og þurfa að hækka verulega. Einnig held ég að ráð væri að setja reglum um leyfilegar skuldbindingar sveitarfélaga og að skipta út fulltrúum í þessum sveitarstjórnum sem standa illa.
það eru mörg sveitarfélög sem hafa verið vel rekin sem ekki þurfa að segja upp fólki.
Kristbjörn Árnason, 31.7.2011 kl. 18:39
Sammála hverju orði hjá þér, Kristbjörn
Gunnar Heiðarsson, 1.8.2011 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.