Verðtryggingin er sökudólgurinn

Seðlabankinn segir að á Íslandi séu lán vegna íbúðarhúsnæðis næst hæðst í heiminum og nemi skuldin 110% af landsframleiðslu.

Ekki ætla ég að rengja þessar tölur, en hvers vegna eru þessar skuldir svo háar? Samkvæmt því sem SÍ segir er hlutfall heimila í eigin húsnæði með því hæðsta sem þekkist og að það skýri þessa skuldsetningu heimilana.

En er þetta svo, er þetta skýringin? Hugsanlega að hluta en alls ekki að fullu.

Sú staðreynd að Ísland er eitt, eða eitt mjög fárra ríkja sem bindur lán við vísitölu er megin ástæðan. Vegna þessa hækkuðu skuldir heimila vegna húsnæðis um einhverja tugi prósenta á einni nóttu haustið 2008 og nú þegar ríkisstjórnin hefur endanlega misst tök á hagstjórn landsins, munu þessi lán hækka enn meira.

Verðbólga er slæm og vissulega er nauðsynlegt að halda henni í skefjum, en sú verðbólga sem nú er í gangi á sér ekki venjulegar skýringar. Hún er hvorki vegna þenslu í þjóðfélaginu né offjárfestingar. Þessi verðbólga nú skapast er eingöngu af stjórnleysi og vangetu stjórnvalda.

Seðlabankanum er gert að halda verðbólgu innan ákveðinna marka. Til þess hefur hann í raun einungis eitt verkfæri, stýrivexti. Að hækka þá nú mun virka eins og bensín á eld þeirrar verðbólgu sem nú er í uppsiglingu, einfaldlega vegna þess að fáir eru að taka lán, einna helst ríkissjóður. Það mun hins vegar bitna beint á þeim sem þegar skulda. Þá gerir verðtrygging lána það að verkum að stýrivaxtabreytingar skipta í raun ekki verulegu máli í baráttu gegn verðbólgu, bankinn fær alltaf sitt sama hvað á gengur.

Því er ljóst að íslensk heimili mun fljótlega komast í efsta sæti hvað varðar skuldir vegna húsnæðis, ekki vegna þess að tekin hafa verið fleiri lán, nei vegna þess að þau lán, sem fyrir nokkrum misserum voru vel viðráðanleg og innan skynsamlegra marka, hafa hækkað sjálfkrafa og eru fólki nú ofviða.

Og bankarnir fitna, þar til hið óhjákvæmilega kemur upp, að ekki verði lengra haldið. Þá munu bankarnir falla. Vegna ráðstafana fjármálaráðherra munu þá tveir af þrem stæðstu bönkum landsins vera búnir að koma því fé, sem þeir tuttla út úr fólki í dag, út úr landi og vandinn verður enn verri en áður hefur þekkst hér á landi.

Þökk sé vinstri stjórn Seðlabankanns og þökk sé vinstrisjórn landsins!!

 


mbl.is Verðbólgan étur skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að tala um að ríkisábyrgð á bönkum sé af hinu slæma vegna þess að það stuðli að óábyrgri útlánastefnu bankanna. Verðtrygging er ekkert annað en ríkisábyrgð á útlánum fjármagnseigenda og þar til viðbótar ríkisábyrgð á óráðssíu hverrar þeirrar ríkisstjórnar sem situr við völd, þar sem slæmar ákvarðanir skila sér í aukinni verðbólgu sem hækkar þá vaxtaberandi skuldir almennings, til handa fjármagnseigendum og þar af leiðandi ríkisvaldinu.

K (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 10:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabankanum er gert að halda verðbólgu innan ákveðinna marka. Til þess hefur hann í raun einungis eitt verkfæri, stýrivexti.

Þetta er ekki nema að hluta til rétt. Seðlabankinn getur líka haft áhrif á peningamagn í umferð og haft þannig bein áhrif á verðgildi peninga, en hann kýs hinsvegar að láta bönkunum eftir útgáfuvaldið.

Takið þátt í Undirskriftasöfnun Heimilanna: undirskrift.heimilin.is

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, ég held að afl stýrivaxta gegn verðbólgu, í svona litlu hagkerfi eins og okkar, sé STÓRLEGA ofmetið (fer að sjálfsögðu eftir því hvers eðlis verðbólgan er). Að sumu leiti hefur stýrivaxtastigið EKKI nein áhrif til hækkun eða lækkunar á verðbólgu.

Jóhann Elíasson, 30.7.2011 kl. 13:43

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhrifaleysi stýrivaxta er vegna samspils verðtryggingar og jafngreiðslulána, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem var unnin í Seðlabankanum nýlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband