Óþægilegt ?
28.7.2011 | 07:52
Hagfræðing ASÍ þykir "óþægilegt" að sjá verðbólguna rjúka upp. Það er nokkuð hóflega tekið til orða, en varla við stóryrðum að búast á þeim bænum. Það má ekki tala illa um ríkisstjórn Jóhönnu, vinkonu forseta ASÍ. Menn hugsa fyrst og fremst um eigið starf áður en þeir tjá sig og ekki víst að þessi hagfræðingur héldi starfi sínu ef hann gagnrýnir ríkisstjórnina. Það má ekki styggja forseta ASÍ!
Þó bendir þessi hagfræðingur á þá augljósu staðreynd, með varfærnislegu orðalagi, að sú aukna verðbólga sem orðið hefur síðustu sex mánuði er ekki vegna nýgerðra kjarasamninga, enda tóku þeir ekki gildi fyrr en við síðustu mánaðarmót! Hann forðast þó að benda á þá augljósu staðreynd að ríkisstjórninni hefur mistekist.
Sú staðreynd að verðbólgan er farin af stað aftur og það án aukinna umsvifa eða uppbyggingar í arðbærum framkvæmdum, er ekki óþægileg í hugum launafólks, hún er einfaldlega skelfileg!!
Óþægilegt að sjá þessar tölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verður það etv líka "#óþægilegt" þegar að Jóhrannar Erkisauður fær að fljúga í fallegum fleygboga af þingi beint á elligeðdeild?
Það verður þó vonandi sem fyrst.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 08:18
Í það minnsta verður þessi ríkisstjórn að fara frá. Allt þjóðfélagið er stopp, það ríkir hér "alkul" atvinnulífið er stopp, fjárfestingar eru litlar sem engar, framkvæmdir eru varla nokkrar, erlendar fjárfestingar eru ekki neinar (erlendir fjárfestar eru skíthræddir því það getur hvenær sem er komið svona vitleysingur í Fjármálaráðuneytið og er þar núna og byrjað að hræra í skattkerfinu og gera annan óskunda af sér), skattpíningin á almenning og fyrirtæki er fyrir löngu orðin óbærileg,....., svona mætti lengi telja. Vonandi taka Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða-Móri, Gylfa Arnbjörnsson meðsér þegar þau fara.
Jóhann Elíasson, 28.7.2011 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.