Vísitala

Ein helstu rök fyrir vísitölutryggingu lána er að ef einhver fái ákveðna upphæð lánaða þá borgi hann í raun sömu upphæð til baka á gjalddaga, þ.e. hann þurfi að vinna jafn margar klukkustundir fyrir upphæðinni.

En er þetta svo? Aldeilis ekki! Ástæðan er sú að sú vísitala sem lánin eru bundin við kemur launavísitölunni lítið við. Lánskjaravísitalan tekur til fjölmargra þátta og vissulega er launavísitalan þar inni en vigt hennar er hverfandi lítil. Þar koma aðrir þættir mun sterkar inn, þættir sem koma launum lánþegans ekkert við, s.s. erlendar hækkanir hrávöru, verðþróun og rekstur húsnæðis, hvort verslunareigendur haldi útsölur eða ekki, verðþróun gjaldeyris, auk fleiri þátta. Þá má ekki gleyma skattaálögum stjórnvalda, en þær hafa mikil áhrif á þennan útreikning.

Ef það er talin nauðsyn að vísitölutryggja lán á að sjálf sögðu að binda þau við vísitölu launa, þá þarf sannanlega að vinna jafn margar klukkustundir fyrir láninu í upphafi og við lok þess. Einnig er hægt að hugsa sér að lán verði bundin við vístölu verðmætis þess sem lánað er til, t.d. húsnæðis. Þá ætti lánið að vera hlutfallslega jafn stór hluti af þeirri eign frá upphafi til enda.

EN er þörf á vístölubindingu lána? Fyrir hvern er sú trygging? Auðvitað er engin þörf á slíkri tryggingu, hún er fyrst og fremst fyrir lánastofnanir. En hvers vegna eiga þær að vera tryggðar umfram aðra? Hvers vegna á öll óvissa að vera á höndum lánþegans? Hvers vegna geta íslenskir bankar ekki starfað á sama grunni og þeir erlendu? Að kenna smæð markaðarins um eru rök sem ekki standast.

Sú ákvörðun á sínum tíma að vísitölubinda lán var nauðsynleg á þeim tíma, er hún var sett á, hér hafði verið viðverandi óðaverðbólga og nauðsynlegt að ná tökum á henni. Þessu fylgdi þó að laun voru einnig vísitölutryggð og nánast verðstöðvun sett á allt. Þetta var nauðsynleg ráðstöfun og sett til skamms tíma.

Þegar vandamálið með óðaverðbólguna lagaðist var flest tekið úr sambandi aftur, en einhverra hluta vegna hélt vísitölutrygging lána áfram.

Það er ljóst að þessi trygging lána stendur okkur verulega fyrir þrifum, ekki einungis fjölskyldum landsins sem eru komnar í vítahring sem erfitt verður að snúa ofanaf, heldur einnig og ekki síður fyrirtækjunum. Fjöldi fyrirtækja hafa þegar lagt upp laupana vegna þessa og enn fleiri stefna sömu átt. Þegar fyrirtækin stöðvast skiptir litlu máli þó fjármálaráðherra hækki skatta, það verður enginn eftir til að greiða þá!

Það er jafn ljóst að bankar og lánastofnanir eru að fitna verulega á þessari aðferð, mun meira en eðlilegt getur talist og margfallt meira en efni standa til!

Á meðan mallar verðbólgan áfram, ekki síst vegna þessarar sömu vísitölutryggingar og enn herðist að sultarólinni!!

 

 


mbl.is Verðbólgan mælist 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband