Gylfi Arnbjörnsson ætti að skammast sín !!
16.7.2011 | 19:42
Enn og aftur nýtir Gylfi Arnbjörnsson stöðu sína sem forseti ASÍ, sér til framdráttar í pólitískum tilgangi. Hann ræðst að einni stétt í landinu og beinir því til umbjóðenda sinna að sniðganga þá stétt. Þar með er Gylfi að grafa undan störfum þúsunda félagsmanna stéttarfélaga í landinu og um leið eigin umbjóðenda.
Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Gylfi beitir ASÍ í sínum pólitíska hráskinnsleik. Fylgispekt hans við ESB er bein árás á launþega landsins, en eins og allir vita er atvinnuleysi, stöðnun og lök kjör launþega krónískt ástand innan þeirra ríkja sem þann klúbb skipa. Og ef Gylfi væri með heilli há gagnvart sínum umbjóðendum, ætti hann að taka undir með kollegum sínum innan ESB, sem hafa gagnrýnt stefnu þess harðlega og hafna öllum frekari samruna. Þessir kollegar Gylfa hafa bent á að kjör umbjóðenda sinna hafa skerst verulega, sérstaklega eftir að austur evrópa tók að streyma inn í bandalagið.
Gylfi Arnbjörnsson er óhæfir forseti fyrir samtök launafólks. Í hans huga er ASÍ hápólitík samtök. Þó er sá regin munur á ASÍ og stjórnmálaflokkum að fólk velur sér sjálft stjórnmálaflokk og gefur honum sitt atkvæði og styrkir jafnvel á annan hátt. Launþeginn hefur hins vegar ekki val um hvort hann vilji vera í ASÍ eða ekki!
Launþeginn hefur ekkert val um það hvort hluti launa hans séu notuð til að halda uppi þeirri hálaunastefnu sem stjórn ASÍ hefur valið sjálfri sér!
Að forseti ASÍ skuli koma fram með þessum hætti og ráðast á eina starfsstétt í landinu og grafa með því undan atvinnu fjölda félagsmanna sinna er auðvitað til skammar.
Sauðfjárbændur svara Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér. Verkalýðshreyfingin ætti að losa sig við þennan mann strax, hann er þjóðhættulegur maður, sem hefur ekkert siðferði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.