Stóryrtur bæjarstjóri
14.7.2011 | 21:00
Vissulega er Páll Baldvin stóryrtur í sinni gagnrýni, en það er jú hlutverk gagnrýnanada að gagnrýna, því fylgja oft stór orð, sérstaklega þegar gagnrýnandanum ofbýður það sem fyrir hann er lagt!
Það er hins vegar ekki hlutverk bæjarstjóra að vera með stóryrði, hvorki gegn ritdómum né öðru. Árni Múli ætti að vita þetta. Ef honum mislíkar ritdómurinn og vill tjá sig um það, á hann að benda á með málefnalegum hætti hvað rangt er í ritdómnum. Að öðrum kosti á hann að þegja. Vissulega hefur bæjarstjórnin vald til að eyða enn meira af fé bæjarbúa með því að fara í mál við Pál og ef bæjarstjóri telur það vera nauðsynlegt fær hann væntanlega leyfi bæjarstjórnar til þess. Bæjarstjórn svarar síðan fyrir það til kjósenda.
Þá gerir bæjarstjórinn lítið úr þeim sem mest hefur gagnrýnt skrudduna og á beinna hagsmuna að gæta ef til dómsmáls kemur, er hann segir: "þruglið sem bloggari einn hér í kaupstaðnum hefur staðið fyrir linnulítið undanfarnar vikur." Þessi "bloggari" hefur bent á margt í skruddunni sem jaðrar við ritstuld og auk þess bent á ýmislegt sem er beinn ritstuldur, jafnvel frá henni sjálfri. Það er von að bæjarstjórinn óttist þessa manneskju og noti tækifærið til að gera lítið úr henni í fjölmiðlum!
Það er mörg ljót og stór orð sem bæjarstjórinn lætur falla í frétt Skessuhorns. Fréttamaður gerir þó engar athugasemdir við málflutning bæjarstjórans og lætur einnig algerlega ótalið að fá mótsvör frá þeim sem bæjarstjórinn ræðst á.
Orðaval bæjarstjórans í fréttinni vekur upp spurningu um hvort hann sé starfi sínu vaxinn!!
Bæjarstjóri Akraness ósáttur við ritdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.