Svo lengi lærir sem lifir
10.6.2011 | 10:49
Það er gott að Landeyjahöfn skuli leiða eitthvað gott af sér. Hún hefur komið fræðingum Siglingastofnunar í skilning um hvernig náttúran hagar sér.
Sú aðferð sem átti að verða að höfn á Landeyjasandi er nú notuð til að stöðva landbrot í Víkurfjöru.
Eðli þessara framkvæmda er nákvæmlega hinn sami, þótt tilgangurinn sé sitt hvor. Sömu fræðingar standa þó að báðum verkefnunum!
"Svo lengi lærir sem lifir", þetta máltæki sannar sig nú, jafnvel hámenntaðir fræðingar geta lært þó vissulega sé sá lærdómur stundum æði kostnaðarsamur.
Sandfangari í Vík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sama hönnun á báðum stöðum en gagnstæður tilgangur. Merkilegt.
Þú ert bjartur Gunnar að halda að Siglingastofnun læri eitthvað af Landeyjarhöfn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2011 kl. 11:14
ætti nú ekki annað eftir en að þetta "fanga" sand verkefni færi algjörlega í hina áttina ......
Jón Snæbjörnsson, 10.6.2011 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.