Bullukollurinn enn á ferð

Gylfi Arnbjörnsson, sá er á heiðurinn af þeirri skömm sem launafólki var færð í síðustu kjarasamningum, bullar enn!

Nú segir hann að sú þáttaka sem lífeyrissjóðum landsins er gert til að taka þátt í að hjálpa fjölskyldum landsins sé brot á kjarasamningum! Í hvaða heimi er maðurinn eiginlega. Það er nú svo sem ekki hátt fallið af þeim samningum, ef satt væri!

Hvernig Gylfi kemst að því að 1,7 milljarðar úr sjóðum lífeyrissjóðanna geti verið brestur á kjarasamningum, þegar sjóðirnir hafa sóað og sólundað hundruðum milljarða í sukk og svínarí og þar er Gylfi Arnbjörnsson ekki saklaus.

Ef ekki hefði komið til þess gífurlega gengisfalls krónunnar eftir hrun bankanna, ef við hefðum til dæmis verið bundnir af evrunni, eins og Gylfi þráir svo heitt, hefðu lífeyrissjóðirnir farið beina leið á hausinn, allir sem einn, í kjölfar hrunsins. Heiðurinn af því falli hefði meðal annars mátt þakka títtnefndum Gylfa Arnbjörnssyni!!

Að lífeyrissjóðirnir skyldu lifa þær hremmingar af er eingöngu íslensku krónunni að þakka, þeirri krónu sem Gylfi vill fórna!!

Á sama tíma og ætlast er til að lífeyrissjóðirnir komi örlítið til hjálpar við uppbygginguna, eru þeir að kasta tugum milljarða í hendur á erlendum fjárglæframönnum. Hvernig kemur það að kjarasamningum Gylfi?

Gylfi Arnbjörnsson ætti að fara að hafa vit á að þegja, það fer honum best!


mbl.is Gagnrýna lífeyrisskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eru ofurlífeyrisréttindi ekki bara skatlögð.  Hvar eru lífeyrisréttindi útrásarvíkinganna falin?

Jonsi (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband