Betra að gefa erlendum vogunarsjóðum fé landsins

Jóhanna segir að fjárglæframenn og stóreignalítan fái ekki að soga til sín komandi hagvöxt.

Að vísu hafa sumir fjárglæframennirnir verið undir dyggum verndarvæng Jóhönnustjórnarinnar, sumir fengið feldar niður skuldir í stórum stíl og halda fyrirtækjum sínum, aðrir hafa að vísu orðið að gefa eftir sín fyrirtæki hér á landi en fengið veglega bónusa fyrir að koma sér til Færeyja og svindla á þeim.

En "stóreignaelítan" á ekkert að fá, til þess beytir ríkistjórn Jóhönnu frekar óhefðbundnum aðferðum. Í stað þess að þessir menn, sem flestir eru í fyrirtækjarekstri og skapa atvinnuna í landinu fái eitthvað svo fyrirtækjunum verði haldið á floti og atvinnan tryggð, færir ríkisstjórnin erlendum vogunarsjóðum það fé sem ætlað var til uppbyggingar í landinu.

Það er svo spurning í hvorum hópnum fjölskyldurnar liggja í huga Jóhönnu. Eru þær fjárglæframenn eða stóreignaelíta? Að minnsta kosti verður ekki annað séð en ríkisstjón Jóhönnu passi fyrst og fremst upp á að þær fái alls ekkert í sinn hlut. Þvert á móti virðist sem fjölskyldurnar eigi að bera meginn þungann af hruninu og þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Rúm tvö ár hafa farið í vaskinn og það sem gert hefur verið dýpkar kreppuna með hverjum deginum.

Þetta vita fjölskyldur landsins og þetta vita eigendur fyrirtækjana, en þetta virðist Jóhanna ekki vita, að minnsta kosti vill hún ekki viðurkenna staðreyndina.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það ætti einhver að benda Jóhönnu og ræðuritara / ræðuriturum hennar á þetta ... Þar var hægt að fá þjónustu allan sólarhringinn en eftir að tæra vinstri stjórnin tók við þá geta þau bara leitað þangað milli 12 til 19 virka daga og 13 til 17 um helgar. Veit ekki á hvaða tíma þessi fundur Hamfylkingarinnar var.

Björn (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband