Fáfræði skapar rasisma
27.5.2011 | 23:10
Framsóknarmenn í Kópavogi skora á formann floksins að draga til baka beiðni um upplýsingar um skiptingu afbrotamanna hér á landi eftir þjóðerni.
Hvað er að því að flokka glæpamenn hér á landi eftir þjóðerni? Nú þegar eru þessir glæpamenn flokkaðir eftir kyni, aldri brotamanna og búsetu á landinu, auk ýmiskonar annarar flokkunar.
Það sem Sigmundur Davíð fer fram á er, að veittar séu upplýsingar. Uplýsingar einar sér valda ekki úlfúð, það gerir þekkingaleysið hins vegar.
Söfnun upplýsinga um glæpi hér á landi og flokkun eftir hinum ýmsu flokkum veitir betri innsýn inn í hvað er að gerast og auðveldar vinnu gegn glæpum.
Rasismi verður ekki til við þekkingu, hann verður til við þekkingarleysi. Það er ekki rasismi eða óvild að óska eftir upplýsingum, hins vegar er hægt að segja að það sé rasismi þegar fólk gefur sér fyrirfram að einhverjar óþægilegar upplýsingar muni koma fram, upplýsingar sem kannski þola ekki dagsljósið.
Þessi samþykkt Framsóknarmanna í Kópavogi er mun nær rasisma en fyrirspurn Sigmundar. Þetta fólk er að dæma alla útlendinga og innflytjendur undir sama hatt, hatt glæpamanna. Því finnst allt í lagi að glæpamenn á Íslandi séu flokkaðir eftir kyni, aldri og búsetu á landinu, en þeir vilja ekki fá að vita hvort einhver sjáanleg tengsl eru eftir því hvort þeir eru innflytjendur eða frá hvaða landi þeir koma.
Það er engin ástæða til að óttast slíka skoðun. Flestir innflytjendur eru sómafólk og ekki tengt neinum glæpum. Það er hins vegar ljóst að glæpatíðni hefur aukst mikið hér á landi og hefur því verið haldið fram að það tengist auknum fjölda innflytjenda. Því er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort þetta sé þjóðsaga, sprottin undan rifjum rasista eða hvort fótur er fyrir þessum ásökunum.
Ef hins vegar kemur í ljós að einhver hópur innflytjenda, frá einhverjum sérstökum löndum, er áberandi mikið tengdir glæpum, mun það verða mikil hjálp yfirvalda og lögreglu til að vinna gegn þeim. Þá er hugsanlega hægt að taka stefnu á nána samvinnu við lögregluyfirvöld í viðkomandi ríki eða ríkjum.
Athugasemdir
Sammála þér Gunnar. Framsóknarmenn í Kópavogi ættu auðvitað að skammast sín að opinbera heimóttuskap sinn og vafasamt 'alþjóðahyggjuheilkenni' á jafn broslegan hátt. Sigmundur Davíð er hugsandi maður en Framsókn er einungis angi af gamla, spillta, fjórflokknum.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 23:29
Þó fululltrúaráð Framsóknarflokksins í Kópavogi hafi sýnt þarna hversu grunnhyggnir þeir eru er alls ekki hægt að alhæfa að svo sé um alla Framsóknarmenn.
Sigmundur Davíð hefur sýnt að hann er dugandi og margir flokksmenn honum hliðhollir. Það eru hins vegar enn draugar innan framsóknar, ekki sýst í kjördæmi Kópavogs. Draugar sem verður að hrekja burt úr flokknum fyrir næstu kosningar, sem verða vonandi sem fyrst.
Gunnar Heiðarsson, 28.5.2011 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.