Stefna VG orðin skýr, Stalínkommúnismi skal það vera !

Þá er flokkráðsfundi VG lokið og stefna verið tekin. Sú stefna er skýr, Stalínkommúnismi. Aðlögunarferlinu að ESB skal haldið áfram, stríðsátök skulu studd og umfram allt skal staðinn vörður fjármálastofnana gegn hinum almenna íbúa landsins, hinn almenni Íslendingur og fyrirtæki landsins eiga að borga fyrir siðleysi og svindl bankanna. Bönkunum, sem flestum er stjórnað af sama fólki og var ráðandi fyrir hrun og eiga því stóran þátt í hruninu, skal hins vegar hjálpað! Allt er þetta gert af einskærri valdasýki!!

Þetta væri ekki fréttnæmt, sérstaklega þar sem við höfum nú í tvö ár búið við þetta ástand undir oki Vinstri grænna.

Það sem kemur þó á óvart er að sá eini stjórnmálaflokkur sem fyrir síðustu kosningar hafði eindreigna afstöðu gegn aðildarumsókn í ESB skuli nú leggja formlega blessun sína á þá vegferð. Er þessi viðsnúningur kannski vegna þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa tekið afstöðu gegn ESB, er þá nauðsynlegt fyrir VG að snúa sinni stefnu? Eða er enn sama valdafýknin við völd í þessum flokki og leiddi til myndun helferðarstjórnarinnar?

Það kemur einnig á óvart að sá flokkur sem lengst hefur barist gegn veru okkar í NATO skuli nú á borði styðja hernaðarátök, þó í orði geri hann það ekki. Það muna allir lætin sem þessi flokkur hafði uppi hér áður, þegar Ísland lýsti sig vera hluti svokallaðra viljugra landa í innrásinni í Írak. Nú gerir þessi flokkur það nákvæmlega sama, landið er þó annað, Líbía. Það sem meira er að innanríkisráðherra, sem kemur úr röðum VG og er yfirmaður Landhelgisgæslunnar, samþykkir að senda eitt af skipum Gæslunnar ásamt flugvél til að taka þátt í þessum átökum, þó með óbeinum hætti sé! Á meðan er lífi og limum íslenskra sjómanna stefnt í voða!!

Þá er einstakt að sá flokkur sem kennir sig við alræði öreiganna skuli standa vörð fjármálastofnana. Og þó, þetta er kannski ekki einstakt, þetta er einmitt í anda Sovétkommónismans. Að allir séu jafnir en sumir jafnari. Að allir þegnar séu fátækir en aðallinn hirði allan gróðann! ´

Skýrsla fjármálaráðherra um samninga við bankana seinnipart 2009, sem hann reyndi að lauma inn á þing þegar allir voru of uppteknir af öðrum stórum málum, sýnir svo ekki verður villst hvert VG stefnir. Þar var ákveðið, framhjá þingi og þjóð, að sú niðurfelling sem nýju bankarnir fengu af lánasöfnum gömlu bankanna og átti að sjálf sögðu að renna til lántaka, var skipt upp á milli nýju bankanna annars vegar og gömlu hins vegar. Jafnframt var þessum bönkum veitt full heimild til að mergsjúga lántakendur. Þar skyldi allt sótt sem hægt var og helst svolítið meira! Þetta hefur valdið gífurlegri eignaupptöku bankanna á eignum landsmanna. Lætur nærri að allir þeir sem áttu 30% í sínum eignum eigi ekkert í dag, bankanum var færð sú eign á silfurfati. Þar þjónaði Steingrímur Jóhann til borðs!!

Svo vogar þessi sami Steingrímur að halda því fram að "venjulegt fólk" hafi ekki orðið fyrir eignaskerðingu!! Hvernig í ósköpunum getur maður sem færði bönkum landsins 30% af öllum eigum landsmanna sagt annað eins. Hann ætti frekar að vera með skottið milli lappa sér eins og skömmustulegur hundur! En nei, hann hreykir sér!!

 

Steingrímur segi að sáttatónn hafi verið á flokkráðsfundi VG. Eina sáttin sem þaðan sást var að flokkráðsfulltrúar eru formanni sínum trúir. Það er ljóst að Steingrími hefur tekist það sama og Stalín gerði, að safna kringum sig fólki sem er honum þóknanlegt. Það er annað sem hann hefur tekið upp eftir Stalín, eða reynir að minnsta kosti, það er að útskúfa þá sem ekki eru honum hliðhollir. Þetta sást best á þeirri tillögu sem fram var færð, þar sem fordæma átti þá þingmenn flokksins sem hafa yfrirgefið þingflokkinn. Það fólk átti að fordæma fyrir það eitt að reyna að standa á þeirri stefnu flokksins og þeim loforðum sem giltu fyrir síðustu kosningar. Þetta tókst ekki hjá Steingrími í þetta sinn, en væntanlega verður hann búinn að taka til í sínu liði fyrir næsta flokkráðsfund, það eru greinilega einhverjir sem þarf að skipta út í því liði!

Stalín beytti þessum brögðum, síðan voru þeir sem ekki voru nægjanlega hliðhollir látnir hverfa og loks var öllum gögnum um þá einstaklinga eytt, eins og þeir hefðu aldrei verið til. Svo langt gekk þetta að ljósmyndum var breytt og þeir "gleymdu" þurkaðir út af þeim. Auðvitað mun Steingrími aldrei takast að ganga jafn langt og Stalín, til þess vantar honum rauðaherinn! En tilburðirnir eru samt á sömu línu!

Þingmenn Vinstri grænna eru í umboði kjósenda, ekki flokkráðsfulltrúa. Það verður gaman að fylgjast með hvernig kjósendur svara Steingrími Jóhanni í næstu kosningum, sem verða vonandi hið fyrsta!

Það er næsta víst að vilji kjósenda VG liggur nokkuð langt frá "vilja" flokkráðsfulltrúa.

Steingrímur hefur nú verið í Stalínleik í rúm tvö ár, vonandi fer að koma að skuldaskilum hjá þessum manni. Íslendingar kæra sig ekki um að Ísland verði að Litlu Sovét!!

 


mbl.is Einhugur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrímur er réttlætið, velferðin og umburðalyndið og hefur hann háð harða baráttu til að halda sætinnu undir Evrópu rassgatinu.    Hann segir að allt sé á réttri leið vegna hans göfugu forsjár við að halda koppnum undir þessu afgangsgati  svo ekkert fari nú til spillis, svo öll söguleg verðmæti geti skilast til réttra eiganda Franskra eða þýskra, eftir því hvor vill við taka.

Steingrímur er þvílík snilld að vegna hans björgunar aðgerða þá settu matsfyrirtækin okkur ekki ofaní koppinn hennar  Jóhönnu þrátt fyrir að hans hörmunga spár og óskir þar um hafi verið fram settar af allri hans visku og hjartans einlægni.  

 Steingrímur er okkur þvílík hamingja að við þurfum ekkert að kjósa næstu 30 árin, en þá kemur fram skrítið fólk sem hrekur hann á brott eins og nú er brasað með Gaddafy.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2011 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband