Ætti þá ekki að verða í vandræðum með að greiða hærri laun

Það er magnað, nú eftir að búið er að skrifa undir nauðar kjarasamnig, skuli hvert fyrirtækið af öðru koma fram með sína reikninga er sýna góða stöðu þeirra. Fyritæki sem voru svo illa stödd meðan á kjarasamningum stóð að ekki var hægt að semja um nema smánarhækkun til launþega. Hækkun sem var svo smánarleg að ekki einu sinni er vert að fara í verkfall vegna þeirra!!

Að forusta launþega skuli láta plata sig svona aftur og aftur er með ólíkindum. Hvers vegna skoðar forustan ekki staðreyndir? Varla eru þessar upplýsingar að koma fram nú, korteri eftir undirskrift?

Ef forusta launþega væri að vinna sína vinnu, myndi hún að sjálf sögðu kynna sér staðreyndir í stað þess að láta SA segja sér fyrir verkum!!

Handónýt forusta ASÍ lætur draga sig á asnaeyrum aftur og aftur!!


mbl.is 1,1 milljarðs hagnaður Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, ASÍ er partur af SA; Þetta er samsæri mafíósa/elítu gegn þegnum þessa lands

doctore (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 11:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur verið gangurinn í "samningum" hin síðari ár að það er karpað um það hversu  langt fyrir neðan hungurmörk LÆGSTU laun eigi að vera.

Jóhann Elíasson, 16.5.2011 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband