Til að geta hafið uppbyggingu ?
14.5.2011 | 08:53
Það er alltaf undarlegra að hlusta á efnahagsráðherra okkar. Hann telur nauðsynlegt að láta 1500 fyrirtæki fara á hausinn til að losa um starfsfólk þess svo hægt verði að byggja ný fyrirtæki með því starfsfólki!
Þarna er ráðherrann að tala um meðalstór fyrirtæki, sem skulda frá 10 - 1000 miljónir. Gefum okkur að meðal fjöldi starfsmann sé um 10 í hverju fyrirtæki. Þá bætast 15.000 manns á atvinnuleysisskrá!! Þetta er um tvöföldun þess atvinnuleysis sem hér ríkir!!
Það eru þegar nógu margir atvinnulausir á landinu til að hefja uppbygginguna, vandinn liggur ekki í skort vinnandi handa. Vandinn liggur í aumingjaskap og getuleysi stjórnvalda!!
Vissulega eru mörg fyrirtæki illa stödd og hugsanlega verður einhverjum ekki við bjargandi.
En flestar leiðir eru þó betri en að leggja þau niður. Sumum er örugglega hægt að bjarga með því að skipta um stjórnir þeirra. Það er vitað að vandi fjölmargra fyrirtækja er vegna misvitra stjórnenda og eigenda, manna sem ekkert erindi eiga í rekstur af neinu tagi.
Þá er ljóst að við fall fyrirtækja eru kröfur tapaðar. Þær eru oft átíðum frá öðrum tyrirtækjum. Hvað munu mörg fyrirtæki til viðbótar missa sinn rekstrargrundvöll ef öll þessi 1500 verða látin rúlla?
Maður heldur stundum að það fólk sem þykist vera að stjórna landinu hafi ekki heila hugsun!!
1500 fyrirtæki stefna í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alla vegna þannig að einn daginn segja þau eitt og hinn annað. Þau vita ekkert hvert þau eru að fara í stefnu sinni annað en í ESB skal keyra þjóðina og þá þarf að búa til þau skilyrði sem þarf svo hægt sé að segja að Íslendingar þurfi á ESB að halda...
Þetta eru svik út í eitt segi ég við þjóðina vegna þess að aðgerðir Ríkisstjórnarinnar eru ekki þær sem að þjóðin var að kjósa sér í síðustu Alþingiskosningum þegar kosningarloforðin voru SKJALDBORG utan um heimili Landsmanna og fyrirtæki...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.5.2011 kl. 09:09
Samhliða því að drekkja atvinnulífinu í sköttum á að leysa upp útgerðir og fiskvinnslur vítt og breytt um landið. Líklegast á þar sama concept við, að losa um starfsfólk svo það geti gert eitthvað annað og betra, gengið í hóp hinna atvinnulausu í uppbyggingunni.
Njáll (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 09:25
Allt telur og það kemur að því að strá brýtur úlfaldans bak.
Til dæmis höfnun á Icesave dregur uppbygginguna einhver ár á langinn og hefur þegar kostað.
Og fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem minnkar afrakstur greinarinnar, kallar á gengisfellingar og bætir einhverjum árum við kreppuna.
En þetta er það sem við viljum þó það kosti atvinnuleysi 15-30 þúsund Íslendinga í 3-5 ár aukalega. Við teljum það þess virði að 5 til 10 þúsund heimili fari í greiðsluþrot. Við viljum að hobbysjómenn hirði vinnuna frá atvinnusjómönnunum. Við viljum tapa viðskiptasamningum og möguleikum á hæsta verði frekar en að sjá að einhver geti hagnast á viðskiptum við okkur og starfsemi í landinu. Við viljum að útlendingar líti á okkur sem hugrakka víkinga (ótýnda þjófa eins og það er kallað í útlöndum). Fólk sem hvorki er hægt að semja við né treysta.
Við erum fífl og stolt af því.
Vaskur (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 12:37
Á hraðri leið í gjaldþrot. Það er sífellt verið að auka hraðann í gjladþrot. Vaskur : Það er allt farið í vaskinn!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.5.2011 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.