Tóm tara !!

Gefum okkur að þessar tölur Össurar séu réttar, sem reyndar er ákaflega hæpið þar sem þær eru frá 2009 og að auki fer ESB fram á meiri upphæðir frá aðildarríkjunum, á hverju ári, til að halda uppi ofurlaunum þingmanna evrópuþingsins og þeim svívirðilega kostnaði sem þessi stofnun kostar aðildarríkin. En gefum okkur að þær væru rétta. Hvað þíðir það?

Það eru 15 milljarðar út og 12 til baka aftur. Þessir 15 milljarðar munu allir verða teknir af skattgreiðendum og framleiðslugreinum þjóðarinnar og þá um leið minnka tekjur hennar um þá upphæð, en 12 milljarðarnir sem skila sér aftur munu að mestu fara til elítunnar. Vissulega er hugsanlegt að eitthvað muni fara í dreifbýlisstyrk, en þó aldrei meira en þegar fer þangað og meiri líkur eru á að við verðum að nota aðferðir Finna í því sambandi, að mest allir slíkir styrkir, til landbúnaðar og dreifbýlis, verði fjármagnaðir af okkar ríkissjóð en stjórnað frá Brussel.

Hvað sem öðru líður munu 15 milljarðarnir verða teknir úr ríkiskassanum án þess að menn gætu neitt um það sagt og 12 milljörðunum sem kæmu til baka, væri ráðstafað eftir uppskrift og skipunum frá Brussel. Fyrir það munum við borga 3 milljarða, 2 milljarða nettó!! 

Ef við höfum efni á að færa 12 milljarða út úr atvinugreinum landsins til elítunnar, getum við sem best gert það sjálf, við þurfum enga aðstoð við slíkt. Aðstoð sem mun kosta okkur 2 milljarða á ári!

Það er eðlilegt að menntaelítan og útbrunnir stjórnmálamenn sjá ofsjónir þegar þeir líta til Brussel, en hinn almenni Íslendingur mun tapa á þessu, fyrirtækin munu tapa og þjóðarbúið mun tapa.

Það má vel vera að sumt sé betra í ESB en hjá okkur. Hvers vegna ættum við þá ekki að taka þau mál upp hjá okkur? Hvers vegna þurfum við að gerast aðilar að sambandi sem er búið til um allt önnur gildi en hennta okkur? Hvers vegna ættum við að ganga í ESB og þurfa að taka bæði kosti og galla þess til okkar, þegar við erum sjálfstæð þjóð og getum sem best valið úr? Alþingi okkar getur auðveldlega dregið það besta úr lagabálki ESB og sett sem lög fyrir okkur, ef eitthvað er þangað að sækja!

Það er magnað að nokkrum heilvita manni detti í huga að verja þetta andsk.... rugl!!


mbl.is 3 milljarða nettóútgjöld við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

góð færsla hjá þér............

Eyþór Örn Óskarsson, 13.5.2011 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband