Til 15 ára ?
12.5.2011 | 08:38
Það er fyrst og fremst tvennt sem þessi frétt segir.
Í fyrsta lagi að ESB virðist ætla að skipta yfir í kvótakerfi í fiskveiðum, eitthvað sem hörðustu ESB sinnar á Íslandi hafa vilja útrýma hér.
Í öðrulagi að þessi úthlutun ESB á kvóta á að vera til 15 ára, nákvæmlega eins og ríkisstjórn Jóhönnu leggur til hjá okkur. Mekilegt!!
Það skyldi þó ekki vera að þessi breyting á sjávarútvegsstefnu okkar Íslendinga sé fyrst og fremst komin til vegna aðlögunarferlsins?!
Að stjórnvöld horfi frekar til þess, en hvað best er fyrir greinina sjálf og þá um leið þjóðina?!!
ESB vill taka upp kvótakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki fræðilegur möguleiki að stjórnin hugsi um greinina og þjóðina. Hún hugsar fyrst um rassinn á sjálfri sér og svo um ÉSB klúbbinn, sem tryggir enn betur að rassinn þeirra fái framtíðarsæti til að sitja í.
Björn (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.