Sagan endurtekur sig
12.5.2011 | 08:21
Varla er blekið þornað á pappírnum þegar ríkisstjórn Jóhönnu svíkur loforð sín. Þettta endurtekur sig nú gagnvart aðilum vinnumarkaðarins, eins og sumarið 2009, þetta er í stíl við vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar. Og á þessum svikaloforðum eru kjarasamningar byggðir.
Krafa SA um að sjávarútvegsmál yrðu tengd samningum var vissulega ósanngjörn, en hún kom til fyrst og fremst vegna aumingjaskapar forustu ASÍ. Sú forusta stóð sig ekki í upphafi samninga og því komst SA svo langt með það mál sem raunin varð á.
Það er vissulega skiljanlegt, sérstaklega nú, að SA hafi viljað tengja þessi tvö mál saman, þeir vissu að loforðum stjórnvalda er ekki treystandi, en það var í valdi ASÍ að stoppa það í fæðingu. Það var ekki gert.
Þessi krafa var mjög sterk hjá SA um tíma, en endaði í því að engar breytingar yrðu gerðar á þessum málum nema í sátt við aðila í sjávarútvegi. Nú hafa stjórnvöld svikið það loforð. Orð sjávarútvegsráðherra lýsa best hugsanahættinum innan stjórnarliðsins, þegar hann var spurður hvort aðilum sjávarútvegs hefðu verið kynnt þau drög sem verið var að vinna að. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess!
Því er spurning hvort nokkur einasta ástæða sé til að ætla að þau standi við gefin loforð til launþega. Þau voru svo sem ekki mikil en nóg samt til að samningurinn er byggður á þeim loforðum.
Það er magnað að þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur, sem stóðu í forustu fyrir samtök atvinnulífsins í þessum samningum, skildu láta plata sig eina ferðina enn. Þeir taka trúanleg orð frá ríkisstjórn sem hefur marg oft verið staðin að svikum við gefin loforð, meira að segja gagnvart þeim sjálfum og umbjóðendum þeirra. Þessir menn eru engan veginn starfi sínu vaxnir!
Þeir menn sem setja puttann aftur yfir eld kertisins sem þeir brendu sig á, eru ófærir um að læra af reynslunni. Þaðá vissulaga við um forustu bæði ASÍ og SA.
Þessi samningur sem gerður var hefur ekki enn verið samþykktur af launafólki. Líklegt er þó að það muni verða gert, þar sem áróðurinn er mikill í fjölmiðlum um að svo verði. Hinir ýmsu menn sem kalla sig sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, keppast nú um að segja að þessi samningur sé of hár, gefi of mikið til launþega. Þetta er vissulega gert til að koma þeirri hugsun í huga fólks að það sé að fá meira en því ber!
Ef þessi samningur verður einhverjum fyrirtækjum að falli er frekar spurning hvort þau eigi tilverurétt yfirleitt!
Það er þó ljóst að skattastefna stjórnvalda og allir þeir steinar sem þau hafa lagt í götu þeirra sem vilja byggja upp, er ekki hagkvæmt fyrir fyrirtækin. Forsemnda þess að við getum unnið okkur út úr kreppunni er vissulega að hagur fyrirtækja verði bættur. En launakröfur koma því máli ekki við.
Þau fyrirtæki sem ekki ráða við þessa örlitlu leiðréttingu munu falla, hverjar sem aðgerðir stjórnvalda eru. Sú örlitla leiðrétting sem launafólki er færð, leiðrétting sem er svo lítil að hún mun sennilega vera horfin þegar fyrsta útborgun samnings kemur til, breytir litlu í því sambandi.
Það er ljóst að stjórnvöld ætla ekki og ætluðu aldrei að standa við gefin loforð. Því er þessi kjarasamningur marklaus, bæði fyrir launþega sem og atvinnurekendur!
Þessi ríkisstjórn er óhæf og á að setja hana af. Hún hefur þegar valdið þjóðinni óbætanlegum skaða með svikum og beinum lygum. Því verður að boða til kosninga svo fljótt sem verða má, áður en enn verr fer!!
Ekki staðið við gefin loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:24 | Facebook
Athugasemdir
"Forsemnda þess að við getum unnið okkur út úr kreppunni er vissulega að hagur fyrirtækja verði bættur. En launakröfur koma því máli ekki við."
bíddu hvað er fyrirtæki er það ekki saman safn einstaklinga ..
er þá ekki þar af leiðandi forsemda þess að geta unnið sig út úr kreppunni að bæta hag einstaklinga ..
ef grunnurinn er að hrynja þá birjum við ekki á því að endurnýja þakið heldur gerum við fyrst við grunninn
Hjörleifur Harðarson, 12.5.2011 kl. 09:58
Vissulega er það rétt hjá þér, fyrirtækið er vissulega fyrst og fremst starfsfólkið sem þar vinnur. Það eru starfsmenn sem skapa verðmætin, til þess hafa þeir ýmiskonar samansafn af járnarusli til hjálpar, s.s. hús, vélbúnað, fartæki og skip. Þetta hef ég marg oft skrifað um.
Það sem ég átti við er að sá samningur sem gerður var milli ASÍ og SA mun ekki skilja á milli feigs og ófeigs fyrirtækja landsins. Sú launahækkun sem hann felur í sér, mun ekki setja nein fyrirtæki á hausinn. Þau sem rúlla eftir þennan samning, munu gera það hvort eð er.
Þessi samningur mun hins vegar gera fyrirtækin lélegri og ósamkeppnishæfari. Hann mun leiða til þess að hagkvæmni fyrirtækja mun laskast. En það sér forusta SA ekki, þar er horft á krónur og aura, eitthvað sem hægt er að setja í EXEL skjal.
Starfsánægja og framlegð í framhaldi af henni rúmast ekki í herra EXEL, hann skilur ekki slíkar stærðir!
Grunnur að hverju fyrirtæki er vissulega starfsfólkið sem þar vinnur og sá sem ekki hugar að honum mun missa sitt fyrirtæki á kaf í fenið!
Gunnar Heiðarsson, 12.5.2011 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.