Að virða skoðun andstæðinga sinna

Virðing er eitt af því helsta sem menn geta unnið sér. Sá sem ekki ber virðingu fyrir öðrum, getur aldrei öðlast virðingu sjálfur.

Því miður er allt of margt fólk á Alþingi sem ekki virðir skoðanir andstæðinga sinna í pólitík og því hefur þessi stofnun sett mikið niður. Það eru einnig til þingmenn sem virða ekki þjóðina og þeim vart við bjargandi!

Pólitískir andstæðingar eiga að skiptast á skoðunum, það er heilbrigt. Jafnvel rífast ef svo ber undir. En sú skoðanaskiptun eða rifrildi á að vera um málefni, ekki persónur eða stjórnmálaflokka.

Þó Þráinn hafi gengið langt út yfir þessi mörk eru fleiri sem það hafa gert, ekki bara á þessu þingi heldur um nokkurn tíma.

"Étta´ann sjálfur" er þekkt frá fyrri tíma. Sá sem þau orð lét falla á þingi hefur oftar en flestir þingmenn farið út fyrir málefnalega umræðu yfir í persónulegt skítkast á þingi. Þá var eldhúsdagsumræða forsætisráðherra, síðasta haust ekki beinlínis fagurlega orðað af hennar hálfu og vart til eftirbreytni.

Þau ummæli sem Þráinn hefur látið frá sér, bæði nú og áður, bera helst merki að um sjúkann mann sé að ræða. Þau eru svo langt yfir markinu að vart er hægt að ræða þau. Það góða við þessi ummæli er þó að nú er vissulega komin upp umræða um virðingu Alþingis, umræða sem hefði átt að taka upp miklu fyrr.

Það er vonandi að flestir þingmenn sjái að sér og snúist yfir í vitræn skoðanaskipti, það er vonandi að þingmenn og ráðherrar fari að virða skoðanir pólitískra andstæðinga sinna og hætti skítkasti og óþverrahætti og það er vonandi að oddvitar stjórnarflokkana hætti að líta á alla gagnrýni á stjórnvöld sem skotgrafahernað. Stjórnarandstöðunni ber að halda uppi gagnrýni á stjórnvöld og stjórnvöld verða að skilja að þau er ekki alvitur!

Það er vonandi að þau svíviðilegu ummæli sem Þráinn lét út úr sér, verði til að þingheimur fari að hugsa og breyta rétt.


mbl.is Alþingi hefur glatað virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband