Sárindi Eiðs Guðnasonar
7.5.2011 | 08:52
Ekki ætla ég að bera blak af RUV, enda ekki hægt að verja þá stofnun lengur. Pólitískur fréttaflutningur hennar er því um líkur.
En blogg Eiðs Guðnasonar, fyrrum fréttamanns þessarar stofnunar, síðar þingmanns og ráðherra og að endingu sendiherra, eru þó ótrúleg. Þarna ræðst hann á Pál Magnússon og krefst að hann og allir hanns næstu starfsmenn verði reknir. Ekki fyrir pólitískt litaðann fréttaflutning, nei, fyrir það að ekki hafi verið sjónvarpað frá fyrstu tónleikum í Hörpu!
Þá segir Eiður, eftir að Páll hefur svarað honum, að þjóðin hafi átt rétt á að vita hvers vegna ekki yrði sjónvarpað frá þessum viðburði. Ef Eiður Guðnason hefði haft eyru opin og hlustað á útvarp dagana fyrir þessa tónleika, hefði hann að sjálf sögðu vitað þetta. Sú staðreynd að ekki yrði sjónvarpað frá tónleikunum og hver ástæðan var, kom marg oft fram í útvarpi og reyndar einnig í sjónvarpi, dagana fyrir þennan atburð.
Hvers vegna þetta fór framhjá Eið er ekki gott að segja, en ástæða sárinda hans er sennilega sú að hann missti þarna af flutningi á þjóðsöng ESB, sem fluttur var í stað hins Íslenska. Það væri nær að blogga um þá skömm tónlistaelítunnar!!
Útvarpsstjóri svaraði bloggara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.