Af hverju ?

Hvers vegna hækka laun í verslun um allt að 22%? Er það kannski vegna þess að þessi laun hafi verið til skammar? Þau verða það reyndar eftir sem áður, þar sem þessi 22% gefa þessu fólki ekki nema 34.000 króna hækkun, rétt rúm 20.000 eftir að RIKIÐ hefur hirt sitt! Hvað skyldi það vera stór hluti af þeim launum sem Margrét fær? Hvað ætli hún þurfi að vinna marga klukkutíma fyrir þeirri upphæð!

En það er hægt að taka til í verslunargeiranum. Hvaða þörf er á að hafa fjölda matvöruverslana opna allan sólahringinn? Hvers vegna getur fólk ekki verslað á dagtíma? Hvað þarf verslunin að borga mikið með sér á nóttunni? Þetta er sagt vera gert til að auka þjónustuna. Það er klárt mál að neytendur báðu ekki um þetta. Og ef þörf er á opinni matvöruverslun að nóttu til, getur ein slík annað öllu höfuðborgarsvæðinu!

Það er annars merkilegt að landsmenn utan stór Reykjavíkur komast mjög vel af án þess að hafa opnar verslanir á nóttinni. Hvers vegna geta Reykvíkingar þetta ekki? Eru þeir eitthvað tregari en annað fólk? Þessi óþarfa þjónusta kostar peninga, þeir koma annars vegar fram í hærra vöruverði og hins vegar í lærri launum starfsfólks!! Viðskiptavinurinn og afgreiðslufólkið skiptir þessum kostnaði milli sín!

Ég óska starfsfólki í verslunum til hamingju, þó litið sé fyrir þetta fólk að gleðjast yfir!!

 


mbl.is 22% hærri laun í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband