Bull er þetta
6.5.2011 | 06:55
Atvinnurekendur væla, ríkisstjórnin lætur SÍ væla fyrir sig og Gylfi er kátur! Það þarf lítið til að kæta þann mann!
Kaupmáttur er væntanlega sá máttur sem einhver hefur til að kaupa eitthvað. Samkvæmt því eykst kaupmáttur ekkert við þennan nauðgunarsamning. Þær fáu krónur sem launþeginn fær munu allar fara í að rétta örlítið af þá skelfilegu skuldastöðu sem þeir flestir eru komnir í, sumir vegna stökkbreyttra lána en flestir vegna þess að þessi hópur hefur nánast einn þurft að bera byrgðar bankahrunsins! Þá má ekki gleyma því að RÍKIÐ hirðir nærri helminginn strax við útborgun. Það verða engar krónur eftir til að kaupa neitt fyrir. Sú hækkun sem Gylfi sjálfur fær út úr þessum samning er þó mun meiri í krónum talið og gerir honum kannski kleift að versla eitthvað.
Atvinnurekendur væla og segja kostnað við þennan samning geta sett einhver fyrirtæki á hausinn. Það er ekki þessum samning að kenna. Ef svo væri eru þessi fyrirtæki ekki á setjandi. Ef einhver fyrirtæki rúlla er það vegna þess að rekstrarskilyrði þeirra eru ekki næg og þar á ríkisstjórnin að koma að málum, ekki launþegar. Það er ljóst að fjöldi fyrirtækja taka þessum samning sem happdrættisvinning, fyrirtæki sem vel eru rekin, fyrirtæki sem eru í útflutningi og fyrtæki sem þau þjóna.
Hagfræðingur SÍ sagði, áður en skrifað hafði verið undir, að þetta væru of háar kjarabætur. Enn og aftur, þetta eru ekki kjarabætur, einungis örlítið skref til leiðréttingar, enn vantar mikið upp á.
Þá hefur ríkisstjórnin gefið út hvað hún ætlar að skattleggja landsmenn mikið vegna þessa samnings. Það eru heilir 60 milljarðar, takk fyrir!! Og sú upphæð verður sótt í vasa okkar, hvort sem stjórnvöld efna sín loforð um aðgerðir eða ekki!!
Verðbólga er sögð eiga að fara upp. Sumir jafnvel sagt um einhver prósent, þó Jóhanna hafi verið hógvær og talað um hálft. En hvernig getur það skeð, hverng getur verðbólga aukist við það eitt að fólk geti borgað ölítið meira af lánum sínum? Er það kannski vegna þess að ríkið mun fá nærri helming þeirrar hækkunar sem samið var um? Munu tekjur ríkissjóðs aukast svo mikið við þessa samningsgerð, að þar verði hæg að sóa fé? Væri þá ekki ráð fyrir stjórnvöld að taka launþegana sér til fyrirmyndar og nota þetta fé til að greiða skuldir?
Þessi samningur, ef samning er hægt að kalla, er til skammar. Þetta er örlítil leiðrétting þeirrar skerðingar sem launafólk hefur orðið fyrir, en þó einungis til skamms tíma. Eftir örfáa mánuði verður launafólk komið í sama farið aftur.
Hvort launafólk samþykki þennan samning eða ekki er ekki gott að segja. Þó eru líkur á að svo verði. Þrælslund landans er orðin svo mikil!
Kaupmáttur talinn vaxa um 3-4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.