Til skammar !!

Þessi samningur er ASÍ til skammar, mér dettur reyndar önnur ljótari orð í hug en ætla að halda þeim fyrir mig, um sinn!

Fyrir það fyrsta, hvers vegna eingreiðslur? Eingreiðsla er eins og orðið ber með sér EIN greiðsla. Þetta er ekki hluti af samningi. Ef þessar greiðslur verða setta fastar í samning, eins og Vilhjálmur E hefur gefið í skyn, er þetta ekki lengur eingreiðsla, heldur hluti launa. Þá spyr maður, af hverju eru þá launataxtar ekki bara hækkaðir um þessa upphæað, 75.000 á ári? Er það kannski vegna þess að sú hækkun mun ekki verða nema 6.250 krónur á mánuði? Það gengur auðvitað betur í einfeldningana að tala um 75.000 krónur en 6.250 krónur, þó flest launafólk átti sig á að um sömu upphæð er að ræða. Gylfi Arnbjörnson fellur kannski fyrir svona galdrabrögðum.

Viðræðum, sem menn sögðu í fyrradag að yrði lokið í einni lotu, að ekki yrði staðið frá borðum fyrr en undirskrift lægi fyrir, var frestað aftur í gærkvöldi. Það er auðvitað of mikils mælst að þessir menn vinni á nóttinni.

Aðilar voru sammála um að lítið bæri á milli. Auðvitað ber lítið á milli, annað getur ekki verið. Ekki eru kjarabæturnar það miklar að mikið bil sé milli þeirra og ekki neins, þannig að það getur ekki með neinu móti borið mikið á milli!!

Þá segir Gylfi að þetta sé einn viðamesti samningur sem gerður hafi verið. Forheimska mannsins virðast engin takmörk sett. Hann tíundar bótamál, skattamál, menntamál atvinnulausra og launastefnu.

Vissulega hefur verið tekið á launastefnu, það var gert strax í upphafi samningaviðræðna þegar ASÍ samþykkti, án neinna skilyrða, kröfu SA um að allir fengju þau laun sem verst stöddu fyrirtækin gætu borgað! Launastefna sem mun gera kjör launþega enn verri en áður, kjör sem festir fleiri og fleiri í fátækragildru. Launastefnu sem gerir fyrirtæki landsins enn ósamkeppnisfærari og óhagkvæmari en áður.

Varðandi hin atriðin sem Gylfi nefnir, er um þau það eitt að segja að þetta eru flest eða öll atriði sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á, ekki launþegar. Þar breytir engu hvot tekið er á þeim í kjarasamningum. Ef stjórnvöld sinna ekki sinni skyldu án afskipta samtaka launþega og atvinnurkenda, gera þau það ekkert frekar þó sett séu ákvæði í kjarasamninga um þau mál!!

 

Því miður virðist ASÍ og SA ætla að falla í sömu gryfju og áður, að trúa núverandi stjórnvöldum jafnvel þó þau hafi sýnt og sannað að frá þeim koma bara svik og prettir. Á þessu mun komandi kjarasmningur byggjast, litlar sem engar launahækkanir, nánast öll kjarabótin á að byggjast á loforðum þeirra sem mest hafa svikið launafólk!!

Aumingjaskapur forustu ASÍ er algjör! Það á eftir að koma í ljós hvort launafólk samþykki þennan samning. SA hefur verið duglegt í sinni áróðursferð til þess með auglýsingum í fjölmiðlum. Það skortir ekki fjármunina þar!

Það sannast nú enn og aftur að þegar vinstristjórn er við völd er enginn áhugi hjá forustu launþega að standa vörð þeirra. Þetta veit forusta SA og nýtir sé til hins ýtrasta.

Almenningur var látinn standa undir endurreisn bankanna, almenningur er látinn bera þær byrgðar sem ríkissjóður þarf að taka, almenningur átti að taka á sig icesave og nú á almenningur að standa undir fyrirtækjunum með hinn svokölluðu "atvinnuleið".

Það átti að vera allra, ekki bara almennings, að standa undir endurreisn bankanna, það á að vera ríkisstjórnar að sjá svo um að fyrirtæki landsins geti dafnað og aukist. Þá minnkar vandi ríkissjóðs og fyrirtækja. Þá fer "atvinnuleiðin" sjálfkrafa af stað! Þetta sjá allir heilbrigðir menn, en ríkisstjórnin og forusta ASÍ virðist ekki sjá þetta og SA nýtir tækifærið!!

Svei þeim mönnum sem eru í forustu launþega!!

 


mbl.is Þrjár eingreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þetta er hroki og valdnýðsla gagnvart hinum almenna borgara!

Sigurður Haraldsson, 5.5.2011 kl. 08:26

2 identicon

Níðingar gabba til sín sakleysingja með beitu!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband