Og hækka laun bankastjóranna !

Landsbankinn segist vera kominn með nýja stefnu. Samfélagsleg ábyrgð er hún kölluð.

Það fyrsta sem gera á til að uppfylla þessa stefnu er að hvetja starfsfólk Landsbankans til þess að nota vistvænar samgöngur, kolefnisjafna akstur og millilandaflug á vegum fyrirtækisins, að mötuneytið í höfuðstöðvum þess verði merkt norræna umhverfismerkinu Svaninum og að dregið verði úr pappírsnotkun í starfsemi þess.

Þá má ekki gleyma því sem mestu skiptir, að bónusvæða laun, einkum þeirra sem hærra eru settir innan bankans.

Væri ekki nær fyrir bankann, ef honum er svona umhugað um ímynd sína, að ganga í að leiðrétta lán fólks, að skila einhverju til baka sem hann hefur rænt að fólki!

Ef bankinn gerir það er enginn vafi að ímynd hans mun batna til muna. Þá gæti bankinn vissulega stært sig af því að sýna samfélagslega ábyrgð!

Launahækkanir oflaunaðra stjórnenda gerið það hins vegar ekki, jafnvel þó fólk labbi í vinnuna og planti nokkrum trjám í hvert sinn sem farið er til annara landa.

 


mbl.is Ný stefna um samfélagslega ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki full knappur tími sem þeir ætla sér í þetta 2015?.  Þetta er nú einu sinni risafyrirtæki á alþjóðlegum samkeppnismarkaði ( sem býr að vísu við gjaldeyrishöft )

itg (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 21:06

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir mega ekki fara borga ofurlaun og bónusa! Ef það verður þá er ekki um annað að ræða en að færa þeim skít og það mikið!!!!!!

Sigurður Haraldsson, 3.5.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband