Ekki er mikill metnaður í Guðmundi Gunnarssyni

Ekki er nú metnaðurinn mikill hjá Guðmundi Gunnarssyni, Samfylkingarmanni.

Hann "krefst" sömu afturvirkni og starfsmenn Elkem fengu, þ.e. sömu dagsetningu. Kjarasamningur starfsmenna Elkem rann út á áramótum og því er sú dagsetning látin ráða, á almenna vinnumarkaðnum runnu samninar út 30.nóv. eða mánuði fyrr. Þennan mánuð er Guðmundur tilbúinn að gefa atvinnurekendum. Auðvitað á krafan að vera sú sama og hjá Elkem, ekki þó sama dagsetning, heldur sama forsemnda, að samningurinn gildi frá lokum síðasta samnings. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingunnar ætti að taka sér til fyrirmyndar vinnubrögð formanns VlfA og setja þetta sem forgangskröfu við upphaf samninga, að nýr kjarasamningur muni gilda frá lokum þess fyrri. Áður en atvinnurekendur samþykkja slíka kröfu er ekkert erindi að samningsborði til þeirra. En þetta á að gera í upphafi samniga, það þíðir lítið að koma með svona kröfu þegar búið er að velta hlutunum í mánuði!

Þá "krefst" Guðmundur 4,5% launahækkunar. Ekki er það nú mikið upp í þá +15% kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir. Starfsmenn Elkem sættu sig við 9,5% á fyrsta ári + eingreiðslu vegna hagnaðar. 9,5% er algert lágmark, neðar verður ekki farið, hvort heldur um eins árs samning er að ræða eða þrigja ára!

Nú virðist allt stefna í verkföll og hætt við að Vilhjálmur Egilsson nagi sig í handarbökin fyrir að hafa ekki gengið frá þeim skammarsamning sem hann hafði náð út úr vini sínum Gylfa, fyrir páska. Sá samningur var reyndar með þeim hætti að litlar líkur eru á að hann hefði verið samþykktir af launafólki, en örlitlar þó.

Eftir að málið er komið í þann farveg sem nú er, verkfallshótanir, er mun erfiðara að fá fólk til að samþykkja einhverja hungurlús. Það er horft til þess samnings sem þegar hefur verið gerður og miðað við þær hækkanir sem hann gefur.

Elkem er blessunarlega eitt af þeim mörgu fyrirtækjum sem vel gengur um þessar mundir, en prósentuhækkun launa þar er ekki til komin vegna þess. Eingreiðslan er vegna góðs gengis fyrirtækisins og ekki hægt að ætlast til að öll fyrirtæki greiði slíka greiðslu. Þó hljóta þau fyrirtæki sem eins er statt fyrir að gera það.

Farið er að tala um verðbólgu vegna hugsanlegra kjarasamninga. Þetta er gjarnan dregið upp þegar rökþurrð verður. Stundum hefur mátt segja að launahækkanir hafi aukið verðbólgu, en ekki nú. Meðan kjarabætur eru innan við þá kjaraskerðingu sem orðið hefur, getur ekki myndast verðbólga vegna þeirra. Launafólk er eftir sem áður verr statt en fyrir þá skerðingu sem það varð fyrir. Meðan svo er, notar fólk þessar bætur til að greiða niður skuldir sínar. 

Gefum okkur það að lægstu launin verði hækkuð í 200.000,-kr. Einginn á þeim launum mun hafa burði til að hleypa verðbólgunni upp. Reyndar er vandséð hvernig nokkur geti lifað af þeim launum til lengdar!  Tökum svo 4,5% hans Guðmundar og leggjum ofaná t.d. 250.000,-kr laun, það gerir heilar 11,250,-kr, varla mun það verða til að auka verðbólguna! Þessi hækkun dugir ekki einusinni fyrir þeim hækkunum sem hafa orðið á eldsneyti undanfarin tvö ár, þá er ótalin sú hækkun sem hefur orðið á nauðsynjavörum, hækkanir á allri þjónustu, hækkanir fyrirtækja ríkis og bæja og síðast en ekki síst allar þær skattahækkanir sem dunið hafa á fólki! Því er fráleitt að segja að verðbólgunni sé stefnt í voða með þessum kjarabótum. Jafnvel þó 9,5% hækkun kæmi til! 

Atvinnuleið er orð sem menn hafa mikið notað og allir vrðast vilja eigna sér. EN þetta er bara orð, mjög lýðvænt orð sem gengur í fólk, enginn raunveruleiki liggur að baki þess. Því hefur verið haldið fram að þetta orð leysi allan vanda, að ekki verði um kjarabætur nema þessi "leið" verði farin. En um hvað snýst þetta? 

Vissulega er bráð nauðsynlegt að auka atvinnu í landinu og skapa verðmæti. Það vita allir. En hvað kemur það kjarasamningum við? Þetta er eitthvað sem stjórnvöld EIGA að vinna að, þetta er ekki eitthvað sem á erindi inn í kjarasamninga! Má þá ekki búast við því, ef kjarasamningar verða lausir seinni part sumars, að fjárlagafrumvarpið verði hluti af þeim?

Stjórnvöldum ber skylda til að búa svo um að atvinnurekstur geti dafnað og aukist. Þarna hefur núverandi ríkisstjórn algerlega brugðist, reyndar unnið gegn þessu markmiði. Hvers vegna er ekki gott að segja, en þetta er staðreynd. Það er engin ástæða til að ætla að það breytist neitt þó dregið sé fram fallegt orð, ATVINNULEIÐ.

En það er fleira en fyrirtækin sem þurfa að hafa rekstrargrundvöll, fjöldskyldur landsins þurfa einnig að hafa hann. Það er svipað með þær eins og fyrirtækin, sumar standa vel en aðrar illa. Munurinn er hins vegar sá að þegar fyrirtæki fer á hausinn er skaðinn mun minni. Vissulega missa starfsmenn vinnu og eitthvað fjárhagslegt tap verður. En það er mikill harmleikur þegar fjöldskyldur fara á hausinn. Þá verður fjárhagslega tapið hégómi við hlið skelfingarinnar, ótta við að hafa ekki þak yfir höfuðið, eiga ekki til mat fyrir börnin og að fjöldskyldan splundrist. Fyrir suma er þetta einfaldlega of mikið!Stjórnvöldum ber einnig skylda til að standa vörð um fjólskildur landsins, að sjá svo um að enginn líði skort og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi. Þarna hafa stjórnvöld einnig brugðist, skattpínaingastefnan og varðstaða með fjármagnsöflum hefur gert eimd fólks mun verri en þurft hefði.

Það er deginum ljósara að þær kröfur sem Guðmundur leggur fram munu ekki hjálpa þeim sem eru á lægstu laununum. Það er langur vegur frá því.

Það er einnig á tæru að hagur fyrirtækja og launafólks mun ekki batna meðan þessi óhæfuríkisstjórn er við völd!!

 

 


mbl.is Hóta allsherjarverkfalli 25. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Góður pistill og allrar athygli verður..........

Eyþór Örn Óskarsson, 30.4.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband