Ábyrgð SA er mikil !!

Svar Andrésar við spurningu fréttamanns í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var nokkuð ljóst, þegar hann var spurður hvort fyrirtæki í verslun og þjónustu hefðu efni á að borga hærri laun.

Þeirri spurnigu svaraði hann á þá leið að þessi fyrirtæki "hefðu ekki efni á verkföllum"!

Það er einmitt staðreyndin, þau fyrirtæki sem ekki telja sig hafa efni á að borga mannsæmandi laun munu ekki lifa verkföll af. Það sem verra er, að mörg önnu fyrirtæki munu einnig leggja upp laupana, fyrirtæki sem auðveldlega geta greitt hærri laun og myndu gjarnan vilja umbuna sínu starfsfólki. Þeim er bannað allt slíkt og kemur það bann frá Samtökum atvinnulífsins.

Því er ábyrgð SA mikil ef til verkfalla kemur. 


mbl.is Fyrirtæki „myndu hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin og ASÍ hljóta nú að deila þeirri ábyrgð. Það er ansi slæmt ástandið þegar launþegar fá of lítið fyrir sinn snúð og margir atvinnurekendur geta ekki komið til móts við það vegna hræðilegrar stefnu í ríkisfjármálum sem hvort tveggja lækkar kaupmátt almennings og íþyngir fyrirtækjum.

 Þess væri óskandi að allir deiluaðilar færu að huga að því að vinna saman í stað núverandi ástands. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er mikil, óháð öllum fiskveiðimálum.

Arnór Hákonarson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa hækkað allt til samræmis við fall krónunnar en starfsfólkið býr enn við sömu kjör og 2008. Það hefur ekki efni á að vinna í verslun og þjónustu, svo þeir verða þá bara að fara að flytja inn lið til þess og sjá hvort að hagurnn vænkast ekki við það.

Þessi spuni er ótrúlegur og enn ótrúlegra að sjá mann eins og þig kyngja honum hráum.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 11:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón, ég átta mig ekki alveg á hverju ég er að kyngja. Ég tek hins vegar undir með áhyggjum þínum á innflutningi á ódýru vinnuafli, ekki minnkar það atvinnuleysið!

Arnór, ábyrgð stjórnvalda er mikil, það er rétt. Það er þó ekki á þeirra ábyrgð að ganga frá kjarasamningum, aðilar vinnumarkaðarins eiga að gera það! Því miður hafa þeir notað þessa samningalotu til eiginhagsmunapots og í pólitískum tilgangi. Á það jafnt við um SA og ASÍ.

Ábyrgð stjórnvalda liggur í því að gera fyrirtækjum kleyft að starfa. Til þess þarf að ríkja sátt, stöðugleiki og raunhæft skattaumhverfi.

Sátt af hálfu stjórnvalda er engin, þar er allt gert til að fá menn til stríðs. Ekki er staðið við gerða samninga, eins og stöðugleikasáttmálann fræga sem gerður var sumarið 2009.

Stöðugleikinn er heldur enginn, þvert á móti er ekki nokkur leið fyrir nokkurn, hvorki fyrirtæki né fjöldskyldur að skipuleggja neitt fram í tímann, vegna stjórnleysis og hótana stjórnvalda.

Skattpíningarstefna stjórnvalda er allt að drepa í landinu, bæði fyrirtækin og fjöldskyldurnar!

Þessi atriði verða ekki leyst í kjarasamningum. Þau verða einungis leyst með þingrofi og kosningum!

Ég segi að ábyrgð SA verði mikil ef til verkfalla kemur og stend harður við það. Þegar upp úr slitnaði fyrir páska lá samningur á borðinu, en SA ákvað að reyna enn eina ferðina að knýgja fram eigin vilja.

Sá samningur var reyndar með þeim hætti að alls ekki er víst að hann hefði verð samþykktur af launafólki,  svo skammarleg var sú kjarabót sem í honum fólst, en það var samningur sem SA fórnaði. Því stefnir nú í verkföll og ábyrgðin því þeirra!

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband