Er þeim treystandi ?

Er stjórnvöldum treystandi til að senda slíkt svarbréf? Er Árna Pál treystandi til að vera í forsvari fyrir land og þjóð í þessu máli? Varla!

Ríkisstjórnin og þar með talinn Árni Páll Árnason, hafa barst fyrir því að Ísland gerði samning við Breta og Hollendinga um þetta mál, fyrst með icesave I, þar sem þingið tók fram fyrir hendur stjórnvalda og settu fyrirvara með samningnum, sem Bretar og Hollendingar gátu ekki sætt sig við, þá með icesave II, sem þjóðin rak ofaní kok á stjórnvöldum og loks með icesave III, sem fór sömu leið.

Það er ákaflega hæpið að treysta því fólki, sem bearist hefur með oddi og egg fyrir því að þjóðin samþykkti þessa kvöð, til að standa nú vörð um sakleysi landsins. Sakleysi sem þetta sama fólk hefur marg ítrekað sagt að væri ekki fyrir hendi.

Það er ekki annað hægt en óttast. Óttast að svar ríkisstjórnarinnar, undirritað af Árna Pál Árnasyni, verði með þeim hætti að þjóðin beri skaða af. Það þarf ekki annað en skoða verk þessa fólks til að óttast. Þar við bætist síðan sú ofsalöngun inn í ESB, sem þetta fólk er haldið og brenglar öll samskipti þjóðarinar við þann þurs!

Ef ríkisstjórninni er virkilega umhugað um land og þjóð, hefði að sjálfsögðu verið samið svarbréf með aðild allra stjórnmálaafla á þingi, að ríkisstjórnin hefði kallað fulltrúa stjórnarandstöðu að borðinu. Að Alþingi kæmi fram sameinað og sterkt gegn þessu ofurbákni.

En það gera stjórnvöld ekki. Hrokinn er svo mikill í þessu fólki að þeirra eigin hagsmunir eru látnir ráða för. Skiptir þar einu hvað best er fyrir land og þjóð!


mbl.is Stjórnvöld svara ESA á mánudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband