Eins og annað sem frá ríkisstjórninni kemur

Fyrir tæpum sex mánuðum, þann 9. nóvember, hélt ríkisstjórnin fund á Suðurnesjum. Vel var gætt þess að allir fjölmiðlar fjölluðu um þennan fund, en á honum boðaði ríkisstjórnin sérstakar aðgerðir í atvinnumálum á svæðinu.

Skemmst er frá að segja að ekkert af því sem stjórnin boðaði hefur gengið eftir, en ýmis önnur mál þokast þó áfram. Það hefur orðið til þess að ekki hefur fækkað störfum þar NEMA um 180. Ef ekki væri að þakka þeim verkefnum sem þokast hafa áfram, verkefnum sem ríkisstjórnin nefndi þó ekki í sínum sérstöku aðgerðum, væri þessi tala mun hærri.

En ríkisstjórnin ætlaði að fækka atvinnulausum! Hvers vegna er þessari ríkisstjórn algerlega fyrirmunað að standa við eigin orð?! Hvers vegna tekst þessari ríkisstjórn að klúðra hverju einasta máli sem frá henni kemur?!

Þessar fréttir eru ekki uppörvandi fyrir Vestfirðinga, sem nýlega fengu svipuð loforð og Suðurnesjamenn. Þar eru fá eða engin verkefni í gangi. Því munu svik ríkisstjórnarinnar lenda af fullum krafti á þeim. Það verður fróðlegt að skoða þróun atvinnuleysis á Vestfjörðum eftir sex mánuði.

Ríkisstjórnin er óstarfhæf, bæði vegna ósamstöðu innan stjórnarliðsins og einnig vegna kjarkleysis og aumingjaskapar oddvita ríkisstjórnarinnar.

Burt með þessa óhæfustjórn og kosningar strax!!

 


mbl.is Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaleysi stjórnvalda einskorðast ekki við núverandi ríkisstjórn. Öll þau ár sem sjálfstæðismenn voru í fararbroddi var sama áhugaleysið. Þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi verið í meirihluta t.d. í Reykjanesbæ þá náðu þeir ekki til flokksbræðra sinna í landsmálunum.

Ég er ekki að verja það að núverandi ríkisstjórn sé í hlutlausum gír heldur að benda á að landsmálapólitíkin hefur aldrei haft neinn áhuga á Suðurnesjum!

Guðmundur (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 20:43

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála... VG er að halda atvinnulífinu í gíslingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband