Vandalaust að skýra málstað Íslands erlendis

Sú ríkisstjórn sem hér hefur verið síðustu tvö ár hefur ekki skilað góðu búi.

Þau tvö mál sem orka ráðherra hefur fyrst og fremst farið í, ESB aðlögunarferlið og icesave samningarnir, hafa bæði verið stjórninni ofviða.

ESB aðlögunarferlið klauf annan stjórnarflokkinn strax á upphafsdögum ríkisstjórnarinnar og hefur farið mikill tími og orka í að reyna að halda meirihluta stjórnarinnar á þingi, þess vegna. Timi og orka sem betur hefði verið varið til annara og uppbyggilegra hluta.

Icesave skeflinguna þekkja allir og óþarft að rekja þá harmsögu nánar. Þó er ljóst að kraftar fjármálaráðherra hafa að mestu farið í þetta mál, þ.e. þeir kraftar sem hann átti eftir þegar hann var búinn að reyna eftir mætti að sætta þingflokk sinn.

Marg oft hefur verið bennt á í þessu ferli að stjórnvöld hafi ekki talað máli þjóðarinnar erlendis. Loks nú, þegar ríkisstjórnin hefur verið rekin heim tvívegis af þjóðinni með þetta mál, er ríksstjórnin farin að gera það sem hún átti að gera strax vorið 2009, að tala máli landsins í iceave deilunni.

Og hvað skeður? Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komast að hinu óvænta, fyrir þá, ekki aðra, að málstaður okkar hefur bara nokkuð fylgi á erlendri grundu. Orð Árna Páls Árnasonar bera skírt dæmi þess að þetta kemur honum á óvart!

"Vandalaust er að skýra stöðu Icesave-deilunnar erlendis og skilningur er ytra á þeirri afstöðu þjóðarinnar að ekki hafi verið rétt að semja um skuldbindingu á meðan hún væri óljós, að sögn Árna Páls "

Þessi orð sýna svo ekki verður um villst að allur sá kraftur og öll sú vinna sem ríkisstjórnin hefur varið til þessa máls var óþörf og að ríkisstjórni mat þetta mál kolrangt, eins og reyndar flest öll mál sem hún hefur haft afkipti af! 

Þessi ríkisstjórn hefur sýnt það svo ekki verður um villst að hún veldur ekki sínu verki. Óeining innan stjórnarliðsins gerir hana óstarfhæfa og rangt mat í mikilvægum málum gerir hana óhæfa.

Því á að kjósa til alþingis hið fyrsta!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það væri ábyggilega nóg fyrir þá að skipta út, Steingrími J , og fá einhvern sem getur hlustað á aðra, en ekki vaða áfram á eigin forsendum eins og enginn annar viti neitt. Hitt er svo annað mál hvort það tekur því úr þessu, ég vona ekki!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.4.2011 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband