Tilskipun ESB til EES
15.4.2011 | 13:05
Þegar sú EES tilskipun var tekin upp hér á landi, um að ríkinu væri ekki heimilt að reka eigin póstdreifingu, voru helstu rökin þau að með einkavæðingu hennar fengist meiri hagkvæmni og BETRI ÞJÓNUSTA.
Íslandspóstur var stofnaður, eða réttara sagt tekinn úr úr Póst og síma og einkavæddur. Stofnuð var Póst og fjarskiptastofnun og átti hún að vera eftirlitsaðili með framkvæmd póst og fjarskiptamála. Þar með hafði íslenska ríkinu tekist að uppfylla kröfur ESB til EES um skipan þessara mála.
Skemmst er frá að segja að síðan þessu var hrint í framkvæmd hefur Íslandspóstur ýtrekað fengið leyfi Póst og fjarskiptastofnunar til að leggja niður póstafgreiðslur, vegna þess að Íslandpóstur telur þær ekki lengur HAGKVÆMAR.
Þá hefur Íslandspóstur fengið leyfi til að hætta dreifingu á pósti til einstakra sveitabæja, vegna þess AÐ ÞEIR ERU UTAN BYGGÐAR! Hvenig í ósköpunum getur sveitabær verið utan byggðar?
Fyrir nokkrum vikum fékk Íslandspóstur heimild til að safna saman svo kölluðum fyrirtækjapósti og bera hann sjaldnar út en almenn bréf.
Auðvitað á alltaf að horfa til hagkvæmni og eftir getu, arðbærni. En sumt er þó útilokað að reikna út í krónum og aurum. Þarna er um þjónustu að ræða og þjónusta mælist fyrst og fremst í gæðum!
Norðmenn hafa neitað að taka þessa tilskipun upp og telur hana ekki vera réttláta. Það mál er nú á leið fyrir dómstóla og fróðlegt að sjá niðurstöðu þess.
Vissulega væru Norðmenn sterkari að vígi ef við værum á sama báti og þeir. Það vekur upp þá spurningu hvers vegna íslensk stjórnvöld á hverjum tíma hafi ekki meira samráð við þau norsku, þegar kemur að því að taka upp þær tilskipanir sem ESB lætur EES á hendur.
Það er auðvelt að reka þjónustufyrirtæki sem getur, hvenær sem því hentar, ákveðið að hætta að þjónusta ákveðna aðila, bara vegna þess að það er ekki talið hagkvæmt.
Megum við kannski búast við að einn daginn fái Íslandspóstur heimild til að sleppa póstdreyfingu í götur sem ekki eru opnar í báða enda, botlangagötur, eða hverfi sem eru utan þess svæðis sem HAGKVÆMT þykir að fara um?
Ef Íslandspóstur treystir sér ekki til að þjóna því verki sem hann fékk í hendurnar í upphafi og telur að skerða þurfi sífellt þá þjónust sem hann veitir, er spurning hvort ekki eigi að gefa öðrum kost á að sjá um þessa þjónustu!!
Fær að loka póstafgreiðslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.