Öfugmælavísur Guðmundar Gunnarssonar

Samfylkingarmaðurinn og ESB sinninn Guðmundur Gunnarsson, sem þykist vera að verja hag rafiðnaðarmanna á Íslandi, snýr út úr sannleikanum.

Guðmundur veit að það skelfilega atvinnuleysi sem hér ríkir, tæp 8%, er svipað eða minna en var viðvarandi í ríkjum ESB meðan best gekk.

Guðmundur veit að atvinnuleysi í mörgum ríkjum ESB hefur aukist stórlega eftir fjármálahrun heimsins og mælidst í byrjun mars um 20% á Spáni.

Guðmundur veit að samanburður á opinberum tölum um atvinnuleysi hér á landi við lönd ESB eru ekki sambærilegar, þar sem hérlendis er fólk skráð mun lengur á atvinnuleysisskrá.

Guðmundur veit að t.d. í Finnlandi og á Spáni getur fólk einungis skráð sig atvinnulaust í eitt ár og einyrkjar hafa ekki heimild til að skrá sig, samt mælist yfir 20% atvinnuleysi á Spáni. Raunverulegt atvinnuleysi þar er því mun meira.

Guðmundur veit að flest eða öll lönd ESB hafa sett svipaðar eða sömu reglur um þetta.

Guðmundur veit að atvinnuleysið í löndum ESB er ekki línulegt eftir aldri, heldur er atvinnuleysið mest meðal þeirra sem eru undir þrítugu. Hjá því fólki mælist sum staðar yfir 50% atvinnuleysi, samkvæmt opinberum tölum.

Guðmundur veit að atvinnuleysi fer stórhækkandi innan flestra landa ESB.

Guðmundur veit að flestir þeir iðnaðarmenn sem flytja erlendis, flytjast til Noregs, en það er sem kunnugt er EKKI í ESB.

Guðmundur veit einnig að verkalýðshreyfingin í Evrópu hefur marg oft sagt að ESB sé stæðsti vandinn sem að þeim snýr, að vegna ESB sé það skelfilega atvinnuleysi sem dregur kjark úr öllum.

Allt þetta veit Guðmundur Gunnarsson en hann kýs að líta undann. Það gerir hann vegna sinna pólitísku hugsjóna, sem hann telur æðri hag sinna félagsmanna!

Guðmundi Gunnarsyni er frjálst að hafa sínar pólitísku skoðanir. Það er hins vegar hræsni þegar menn ætla að koma sjálfum sér til valda í pólitík í skjóli stéttarfélaganna. Sérstaklega er þetta svínslegt þegar sú barátta kostar félagsmenn beinlínis réttindi og skerðir kjör þeirra.

Þetta er svo sem ekki óþekkt aðferð. menn hafa í gegn um tíðina farið þessa leið til að koma sjálfum sér áfram og einn núverandi ráðherra skýrasta merki þess.

Þetta er hins vegar gamaldags og á ekki að þekkjast. Þeir sem taka að sér það verk að standa á rétti og berjast fyrir launafólk, eiga að sinna því eingöngu, þeir eiga að leggja sín pólitísku afskipti til hliðar á meðan.

Því miður hafa Guðmundur Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og nokkrir fleiri, sem hafa komið sér ofarlega í metorðastiga verkalýðshrefingarinnar, ekki vit, skynsemi né þroska til að gera þetta.

Fyrir þeim eru þessar stöður til þess eins að koma sjálfum sér áfram í pólitík. Þar skiptir engu hvort umbjóðendur þeirra vinna eða tapa!!

Svei þessum mönnum!!


mbl.is Þúsund rafiðnaðarmenn farnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband