Enn ein staðfestingin

Þetta er enn ein staðfesting þess að þjóðin kaus rétt síðasta laugardag. Skuldatryggingarálag er hinn raunverulegi mælir á hvernig ríki eru stödd gagnvart alþóða fjármálakerfinu.

Þetta gerist þrátt fyrir að stjórnvöld og nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn teldu að allt myndi versna hjá okkur, ef lög um icesave yrðu ekki samþykkt. Það segir okkur, svo ekki verði um villst, að ríkisstjórn, stjórnarþingmenn, nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar og háskólaelítan hafði rangt fyrir sér.

Sú staðreynd að ríkisstjórnin og tveir þriðju þingheims gat ekki metið málið betur en þetta, bendir til að þetta fólk hafi ekki nægt vit til að meta hluti rétt. Það segir aftur að þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið.

Því liggur beinast við að rjúfa þing strax og boða til kosninga, svo þjóðin geti valið sér fólk á þing sem hefur getu, kjark og vit til að koma okkur úr þeim vanda sem við búum við.


mbl.is Álagið hið lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er fullt af fólki í áhrifastöðum sem á ekkert erindi þangað.

Ég var á málstofu í gær sem viðskiptaráðuneytið og seðlabankinn héldu í samstarfi við háskólann um mótun peningastefnu fyrir framtíðina. Leyfði mér að spyrja gagnrýninna spurninga og hvetja til þess að hugsað væri útfyrir þann þrönga ramma sem umræða um peningamál er alltaf föst í. Var svarað með höfnun og jafnvel hroka af sumum viðstöddum.

Sérstaklega eftirtektarverð var frammistaða Þórólfs Matthíassonar þar sem hann sá sérstakt tilefni til að taka til máls og notaði það sem á að heita "akademískur vettangur" til þess að kalla gagnrýnendur kverúlanta. Mér varð hreinlega ekki um sel við þennan reiðilestur prófessorsins.

Gagnrýnin hugsun virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Hagfræðingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 13:02

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Guðmundur.

Því miður er ekki takandi mark á einu orði frá Þórólfi. Hann hefur marg oft orðið uppvís að rangfærslum. Oftar en ekki hefur hann ritað greinar og birt t.d. í Fréttablaðinu. Margar þessara greina bera sterkt merki þess að hann hefur ekki vit eða skilning á því sem hann fjallar um og einnig eru þar oft fullyrðingar sem stangast beinlínis á við einföldustu hagfræði en harmonerar hins vegar vel við þá pólitísku sýn sem hann hefur.

Þegar fræðimenn kasta frá sér fræðunum og fara að tjá sig eftir pólitískum hugmyndum eru þeir ekki lengur fræðimenn.

Það er þó skelfilegast að menn eins og hann skuli fá að leika lausum hala innan æðstu menntastofnunar okkar og fylla þar höfuð unga fólksins af sínum ranghugmyndum.

Sem betur fer eigum við þó enn til hóp fræðimanna sem tjá sig út frá sínum fræðum. Þessir menn eru hins vegar ekki mikið að hafa sig í frammi og því auðveldara fyrir falsfræðingana að láta til sín taka.

Gunnar Heiðarsson, 13.4.2011 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband