Össur er utangátta og skilur ekki skilaboð þjóðarinnar
10.4.2011 | 21:24
Þessi ummæli Össurar sýna enn frekar hversu utangátta maðurinn er og hversu slitin tengsla hans eru við þjóðina. Þau sýna þó fyrst og fremst brenglaðan hugsanahátt, að þjóðin sé fyrir þingið!
Það er þjóðin sem kallar eftir kosningum, það er þjóðin sem ekki treystir stjórnvöldum og það er þjóðin sem treystir ekki lengur þinginu!
Hvort ríkisstjórnin geti kreyst fram fellingu vantrausttillögu skiptir ekki máli, hvort stjórnarandstaðan hefur kjark til að bera fram þá vantrausttillögu skiptir heldur ekki máli.
Þjóðin hefur tjáð sig og vill nýtt þing. Ef stjórnvöld átta sig ekki á skilaboðunum verður að koma þeim til hennar með góðu eða illu.
Þjóðin hefur talað, það er stjórnarinnar að hlusta!!
Þora ekki í kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þú verður að fyrirgefa ræflinum.Össur er orðinn innanbúðarmaður ESB í Brussel og veit ekki hvað er að gerast hér á Landi.Hann er vita hvort ESB Löndin vilja ekki þiggja Fikimið og Auðlindir Landsins að gjöf.
Vilhjálmur Stefánsson, 10.4.2011 kl. 21:47
Nákvæmlega og fari bæði Rikisstjón og Alþingi almennt að gera ser grein fyrir hja hverjum þeir eru i vinnu hja Eg vil þessa Stjótn burtu undir eins , þvi ekki treysti eg henni til að tala máli þjóðar i framhalds vinnu við Icesave og ekki ESB og yfirleitt bara ekki neitt ....segjandi ósatt úti eitt !!!
Ransý (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:50
Í burtu með þessa stjórn,í sannleika er það einungis LYGAR SEM KOMIÐ HEFUR FRÁ ÞEIM.
Jón Sveinsson, 10.4.2011 kl. 22:35
Ég kaus um Icesave, ekki alþingiskostningar. Mér finnst það hallærislegt að horfa upp á sjálfstæðisflokkinn nýta sér Icesave kostingarnar til að komast aftur á þing. Sjáfstæðismenn og Framsóknarmenn eru þeir einu sem hafa sett samansemmerki við Nei og þingkostningar.
Einar (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 23:51
Hin sjálfumglaði eitur sveppur Össur Skarphéðinsson hagar sér í fullu samræmi við venjulega framgöngu þeirra Jóhönnu af litlum hlut og Gríms hins fláráða, enda ræktaður upp við skáræði og sínskröpun í ilveri þeirra afglapa sem nú hafa fengið þá hirtingu sem þau þó skilja ekki.
Nákvæmlega rétt hjá þér Ransý
Hrólfur Þ Hraundal, 11.4.2011 kl. 00:25
Einar, ég gaf þessari ríisstjórn níu mánuði til að sanna sig, þá var útséð að hún gat ekki valdið verkefninu. Síðan hef ég verið harður á því að kjósa eigi nýtt þing.
Nú hafa stjórnvöld verið gerð afturreka með enn eitt málið. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún hefur þurft að láta í minnipokann fyrir þjóðinni auk þess em dómsvaldið hefur nokkrum sinnum þurft að hafa afskipti af störfum hennar. Því á hún að víkja, átti reyndar að vera löngu búin að fara frá.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn settu ekki samasem merki milli kosninganna um lögin og líf ríkisstjórnarinnar, reyndar þvert á móti, þeir sögðu einmitt fyrir kosningarnar að hún væri um lögin ekki ríkisstjórnina. Þannig hugsuðu sennilega flestir Íslendingar, undanþágan er frekar af hálfu vinstrimanna.
Nú þegar afgerandi niðurstaða liggur fyrir er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá miklu gjá sem er á milli þings g þjóðar. Þar stendur annarsvegar við gjánna stjórnvöld, nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, forusta atvinnuveganna og fjármálageirinn og á hinum bakkanum stendur hinn almenni Íslendingur ásamt nokkrum þingmönnum bæði úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu.
Þetta er ójafn leikur þar sem fjármálaveldið er strekt og stjórnin hallar sér að því.
Eina leiðin til sátta eru kosningar til alþingis, þar breytir litlu niðurstaða þeirra kosninga sem framfóru um helgina, þó niðurstaða þeirra styrki vissulega lítilmagnan gegn fjármálaveldinu og stjórnvöldum!!
Gunnar Heiðarsson, 11.4.2011 kl. 09:40
Þessi hrunkarl ætti að hafa vit á því að halda sig til hlés,en hann á erfitt með þverrifuna á sér að vanda. Hann, Jóku og aðra með álíka fortíð sem hrunfólk, þurfum við að losa okkur við úr stjórnarráði og af alþingi Íslendinga sem allra fyrst.
Mannsi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.