Engin stífla er svo sterk að hún geti ekki brostið

Það er engin stífla svo sterk að hún geti ekki brostið. Þegar stífla brestur verður skaðinn oft mikill.

Þá er spurning hvort ekki sé betra fyrir Spánverja að vera bara dóminókubbur og falla áður en vandamálið hefur safnast saman að baki stíflunni og flæðir síðan margfallt yfir þegar hún brestur.

Reyndar hafa stjórnvöld þeirra landa sem nú hafa þurft að ganga að afarkjörum björgunarsjóðs ESB, verið kokhraustir, allt fram að því að aðstoðar er óskað.

Tíminn mun leiða í ljós hvort Spánn geti bjargað sér frá hruni. Allir þeir sem leggja sig fram við að spá um þessi mál eru þó sammála um að svo muni ekki verða, reyndar telja flestir að til uppgjörs komi fyrr en seinna.

 


mbl.is Spánn „stífla sem verndar evrusvæðið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Ég hef búið hér á S-Spáni í bráðum 3 ár og veit alveg og finn á öllu að hér er allt í volli. Atvinnuleysi almennings á landsvísu er um 21% þó fær fólk ekki að vera á atvinnuleysisskrá meira en 1 ár og sjálfstæðir verktakar fá ekki að skrá sig á þennan lista. Dulið atvinnuleysi er því hátt í þriðjungur þjóðarinnar og atvinnulífið er allt í dróma. Atvinnuleysi ungs fólks er yfir 40%. Það væai nánast byltingarástand á Íslandi ef ástandið væri svona hryllilegt þar.

Þetta æðislega ástand er allt þrátt fyrir ESB aðild og Evru a'ild til áratuga og jafnvel einmitt akkúrat þess vegna !

Stýflan er til eins og ráðherrann segir en þetta er stífla sem er að bresta og byggð fet fyrir fet úr Spænskum leir og drullu og þrýstingurinn eykst stöðugt þó svo þeir neiti öllu eins og leiðtogar Grikklands og Írlands og Portúgal gerðu alltaf hart alveg fram í rauðan dauðann !

ESB og EVRAN er eitt alls herjar fúafen fjandans !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka athugasemdina Gunnlaugur.

Ekki vissi ég að ástandið væri svona slæmt þarna niður frá. Fréttum af ástandinu á Spáni er greinilega haldið vel frá okkur hér heima.

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2011 kl. 18:08

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Mín fyrsta hugsun þegar ég las þetta var um bankana árið 2008, eini munurinn er sá að á Íslandi var þetta bankarnir sem hrundu og  þá gat ríkið komið til bjargar en á Spáni er það ríkið sem "er ekki í vanda" sem er vandinn.

En eins og alþjóð þá hrundu bankarnir ekki hastið 2008 og því fellur spænska ríkið ekki........eða er ég að rugla eitthvað?

Brynjar Þór Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband