Að vera opinn í báða enda

Flokksþing Framsóknarflokksins verður sett í dag.

Á síðasta flokksþingi flokksins var gerð breyting á stefnuskrá flokksins varðandi ESB umsókn. Fram að því hafði verið skilyrðslaust ákvæði um tvöfalda kosningu, að ekki yrði sótt um nema þjóðin fengi að kjósa um umsóknina. Þá voru fyrirvarar mjög strangir.

Tvöfaldri kosningu var laumað út úr stefnuskránni og fyrirvarar gerðir mun opnari. Þetta gerði það að verkum að þingmenn flokksins voru óbundnir í kosningunni á alþingi um umsóknina.

Þessi breyting fór hljótt og ljóst að margir þeirra sem gáfu flokknum atkvæði sitt í kosningunum vorið 2009, hefðu ekki gert það ef þeir hefðu vitað af þessari breytingu.

 

Nú hefur komið í ljós að það sem fólki var talin trú um að væri einhverskonar samningsferli er í raun aðlögunarferli. Þetta er algerlega skýrt af hálfu ESB, þó ýmisir hér á landi haldi öðru fram, sérstaklega þeir sem aðhyllast ESB inngöngu.

Annað sem hefur komið í ljós síðan sótt var um aðild, en það eru þau vandamál sem ESB á við að stríða og hvernig leyst er úr þeim. Sérstaklega þó hvernig ESB leysir vanda þeirra ríkja sem verst standa. Krafa um gífurlegann niðurskurð í ríkisrekstri og sektarvextir af lánum gerir það að verkum að þessar þjóðir verða algerlega lömuð og þeirri hugsun að verja þá einstaklinga og fjöldskyldur sem verst standa, kastað á glæ. Þar tekur ESB alfarið stöðu með fjármagnseigendum gegn fólkinu!

Þá hefur evran átt við mikla erfiðleika að stríða og alls ekki séð fyrir endann á því vandamáli. Reyndar er ljóst að sá vandi verður ekki leystur nema með sameiginlegri efnahagsstjórn þeirra ríkja sem nota þann gjaldmiðil. Þegar fleiri en eitt ríki nota sama gjaldmiðil og eru síðan með sameiginlega efnahagsstefnu, eru þau ekki lengur fleiri en eitt ríki. Þau hafa endanlega sameinast í eitt.

 

Hvernig Framsóknarflokkurinn spilar úr ESB málinu á flokksþinginu nú mun skera úr um líf eða dauða flokksins. Kjósendur flokksins og þá einkum fyrrverandi kjósendur, munu fylgjast vel með flokksþinginu og þá einkum því er snýr að ESB.

Ef flokksþingsfulltrúum ber gæfa til að taka þetta mál föstum tökum og álykta alfarið gegn ESB og að sú vegferð stöðvuð hið fyrsta, er möguleiki á að flokkurinn ná að halda lífi. Ef ekki mun þetta verða örflokkur og vart mælanlegur.

Fylgi flokksins hingað til hefur verið ótrúlega lágt og með ólíkindum miðað við að vera búinn að vera í stjórnarandstöðu í nærri fjögur ár. Það mun alls ekki aukast meðan flokkurinn tekur ekki af skarið gegn ESB!

Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur. Oft hefur verið sagt að hann sé opinn í báða enda. Að vera opinn er alls ekk ókostur fyrir stjórnmálaflokk og gerir það að verkum að víðsýni ætti að geta blómstrað.

Að vera opinn í báða enda varðandi ESB er þó ekki boðlegt. Það mál er stærra en svo að menn geti leyft sér að vera bæði með og á móti. ESB aðild er ekki eitthvað dægurmál eða ákvörðun til eins eða tveggja ára. ESB aðild er til frambúðar. Það er sama hvort menn eru með eða á móti aðild, þarna er verið að afsala rétti okkar til frambúðar. Eftir að gengið hefur verið þarna inn verður ekki aftur snúið.

Þau rök að hægt sé að "kíkja í pakkann" eru barnaleg, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. ESB býður ekki upp á slíkt. Þegar sótt er um aðild á að vera fullur vilji til aðildar. Að ætla að fara þá leið sem sumir segja, að gera samning og sjá svo til getur verið okkur dýrkeypt. Þar að auki, eins og fyrr segir, er ekki um samningsferli að ræða, heldur aðlögun. Þegar sú stund rennur upp að þjóðin fái að kjósa um þetta mál, verður stjórnkerfi okkar orðið aðlagað ESB og því í raun ekki lengur um neitt að kjósa, auk þess sem ekki verður kosið fyrr en ESB hefur eytt þeim fjárhæðum sem þarf til að fá "rétta" niðurstöðu. Þessa aðferð hefur ESB áður notað og fer ekkert dult með að henni verður beitt aftur. Til þess hafa þeir set ákveðna upphæð í umslag sem bíður þess að verða notað!

NEI við ESB !!

 


mbl.is Harka í ESB-umræðum Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband