Vonandi eitthvað meira en bara orðagjálfur
6.4.2011 | 16:49
Þetta er það skynsamasta sem frá munni Steingríms hefur komið frá því hann varð ráðherra. Vonandi er þetta ekki eitthvað blaður sem hann stendur svo ekki við, vonandi er þetta ekki bara orðaleikur til þess eins að kjarasamningar verði samþykktir og svo dregið til baka eftir það. Í sannleika sagt er erfitt að leggja trúnað á orð Steingríms, eftir það sem á undan hefur farið!!
Það er hinsvegar ekki einfallt að koma slíkum sjóð á. Það mun kosta ríkið töluverða peninga fyrstu árin, jafnvel þó stefnt yrðri að sjálfbærni þessa sjóðs. Bilið milli þeirra sem best hafa og þeirra sem verr er statt fyrir er einfaldlega of stórt til að hægt sé að framkvæma slíka breytingu, án aðkomu ríkissjóðs. Ekki getur verið meining hans að skerða kjör sjálf síns og þeirra annara sem best koma út úr lífeyriskerfinu í dag, það hlýtur að eiga að færa réttindi hinna upp að þeim sem best standa. Annað verður ekki friður um.
Þá er annað vandamál sem sennilega verður enn verra að leysa. Það er aðkoma atvinnurekenda að núverandi lífeyrissjóðakerfi. Engin breyting á kerfinu verður samþykkt af launþegum nema sú tenging verði alfarið slitin. Það er með ólíkindum að atvinnurekendur skuli vera með fulltrúa sína í stjórnum sjóða sem geima sparifé launafólks. Þessir fulltrúar atvinnurkenda, með aðstoð spilltra fulltrúa launafólks, hafa notað fé sjóðanna til eigin fyrirtækja, auk þess sem þeir tóku þátt útrásarfyllríinu með fé þessara sjóða. Því er staða þeirra svo veik sem nú er.
Það er ljóst að atvinnurekendur eru ekki tilbúnir að sleppa hendi af þessum sjóðum, því verður sennilega erfiðast að leysa það mál.
Eitt lífeyriskerfi fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Gunnar; æfinlega !
Svona; þér að segja, er þetta enn ein lýgin, úr barka Þistilfirðings slöttólfsins, Gunnar minn.
Ekki marktækara - en önnur froða, úr þeirri átt.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.