Kúgun í frjálsum kosningum

Enn fer Vilhjálmur Egilsson langt út fyrir sitt starfssvið. Nú hótar hann launafólki því að ekkert verði að samningum nema það kjósi eins og hann vill! Þetta kallast kúgun á hæðsta stigi!!

Það er vart hægt að tala um lýðræðislegar kosningar þegar búin er til sú staða að launafólk þurfi að taka tillit til kjarasamninga þegar það gengur að kjörborðinu og kýs um alls ótengt mál. Þetta gefur öllum þeim sem á móti lögunum eru, tilefni til kærumála ef þau verða samþykkt.

Gefur tilefni til að kæra þá kúgun sem launafólki er beytt til að kjósa "rétt".

Gefur tilefni til að kæra ólögmæta skoðanamyndun.

Nú kemur sér vel að sá samningur sem þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur hafa komið sér saman um er svo lélegur að enginn hefur neinu að tapa þó hann falli.

Segjum NEI við icesave lögunum!!

 


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband