Bakkabræður
4.4.2011 | 11:24
Bakkabræður reyndu að bera sólina inn í bæ sinn í fötu. ASÍ reynir að sækja fé í tómann ríkissjóðsjóð. Það er margt líkt með skyldum!!
Hverjar ástæður ASÍ eru fyrir þessum mikla áhuga á að ríkið komi með fé úr tómum kassa sínum inn í lífeyrissjóðakerfið er ekki gott að segja, en vissulega orðinn grunsamlegur. Hvað veldur? Ekki mun það þó hjálpa launafólki nú, þegar það berst við að halda íbúðum sínum og vinna fyrir mat handa börnunum.
Líklegri skýring er að lífeyrissjóðirnir séu svo illa staddir eftir þá stjórnun sem var á þeim fyrir hrun, þegar stjórnir sjóðanna léku sér með fé þeirra í fjármálaspili ærulausu víkinganna! Að eitthvað sé að fara að koma í ljós sem gæti verið forustu ASÍ óþægilegt!
EF hægt væri að sækja einhverja aura í ríkissjóð væri nær fyrir ASÍ óska eftir þeim fjármunum til hjálpar þeim sem verst standa nú, þeim sem hafa misst eignir sínar í hendur bankanna, eða til að lækka eiithvað alla þá skattahækkun sem dunið hefur á landsmönnum, en til upplýsingar fyrir Gylfa þá bitna sú skattpíning mest á þeim sem lægstu launin hafa!
Vilja að ríkið greiði iðgjald í alla lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Þannig að ASÍ er að byðja um ríkisTRYGGT lífeyrissjóðskerfi!!! Þeim finnst væntanlega ekkert slæmt að hafa bankakerfið ríkistryggt og vilja bæta á ríkisjötuna.
Ég hef sagt áður og segi nú aftur. Við komumst ekki á lappirnar fyrr en lífeyriskerfi starfsmanna ríkis og bæja verður skorið upp og lífeyrir þeirra skertur í samræmi við raunveruleikann til að byrja með.
Björn (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:28
Ég er sammála þér Björn, lífeyriskerfið þarf að skera upp og endurskipuleggja frá grunni.
Það er hægt að gera og á að gera strax, algerlega óháð kjarasamningum.
Hvort út úr slíkri vinnu kemur einn sjóður eða margir skiptir kannski ekki mestu máli, heldur að launþegar, sem eiga innistæður sjóðanna, hafi full yfirráð yfir þeim. Að atvinnurekendur verði gerðir brottrækir úr stjórnum þessara sjóða.
Gunnar Heiðarsson, 4.4.2011 kl. 12:39
Þar sem að lífeyrissjóðskerfið er Ponzi kerfi borgar sig í raun að þjóðnýta þá eins og þeir eru og koma því sem annars væri greitt í sjóðina í vasa landsmanna.
Með því væri hægt að hækka laun um 20% án þess að hafa áhrif á verðbólgu. Það þyrfti þá reyndar að tryggja að þetta stæði utan launavísitölu þar sem að ef hún hækkar hækka afborganir okkar og svo allt þar koll af kolli.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.