Fullnaðar sigur

Ekki eru tengls Gylfa við sína umbjóðendur mikil, metnaðurinn enginn og niðurstaðan samkvæmt því!

8% launahækkun til næstu þriggja ára er til skammar og í raun fáráðnlegt að bjóða fólki slíka ölmusu. Þetta er ekki nema um það bil helmingur þess sem koma þyrfti strax, til þess eins að ná til baka þeim kaupmætti sem glatast hefur. Ef um væri að ræða 8% hækkun strax og síðan sanngjarnar hækkanir til næstu þriggja ára, væri hægt að skoða málið, en þetta er móðgun og ekkert annað!

200.000,- króna tekjutrygging. Hvers vegna ekki 200.000,- kr. lágmarkstaxta? Það er einfalt, þeir sem eru á lágmarkstöxtum en fá eitthvað fyrir annað, munu þá einungis fá 8% launahækkun. Það segir að sá sem nú er á lágmarkstaxta, nærri 170.00,- kr. og fær að auki um 17.000,- kr fyrir eitthvað annað, t.d. í bónus, mun verða kominn með 183.000,- kr. grunnlaun eftir þrjú ár. Hann mun því fá heilar 13.000,- kr. í kauphækkun næstu þrjú ár!! Þá getur atvinnurekandinn hæglega tekið bónusinn eða hverja þá greiðslu sem umfram er, af aftur.

Þetta dugir ekki einu sinni fyrir þeim aukna kosnaði við rekstur bíls hjá þeim sem þurfa að nota eiginn bíl til að komast til og frá vinnu! Þá er eftir að taka til allar þær hækkanir sem orðið hafa á matvælum, öðrum vörum og þjónustu, skattpíningu ríkisstjórnarinnar, hækkanir á orku og frárennslisgjöldum og síðast en ekki síst stökkbreyttum húsnæðislánum!

Ekki veit ég í hvaða heimi Gylfi lifir en ljóst er að hann þarf þó ekki að glíma við sömu vandamál og almennir launþegar, að hafa fyrir húsaskjóli og mat fyrir sig og sína. Þetta er vandamál sem Gylfi Arnbjörnsson þekkir ekki, en ætti kannski að kynnast.

Ef fram fer sem horfir og Gylfi samþykkir þennan samning mun verða ófriður, launafólk lætur ekki bjóða sér svona rugl.

Vilhjálmur Egilsson lét enn ein gullkornin frá sér fara í fréttum í gær þegar hann sagði að helsta kjarabótin fælist í því að fólk gætu fengið aukna yfirvinnu! Það er ekki kjarabót, heldur greiðsla fyrir aukið vinnuframlag! Það er ekki kjarabót þegar menn fá meira greitt fyrir meiri vinnu!!

Að maður í stöðu framkvæmdarstjóra SA skuli láta slík ummæli frá sér fara, lýsir best hversu vitfyrrtur maðurinn er og að ekki skuli heyrast eitt orð frá forseta ASÍ vegna þessara ummæla segir manni að sá maður hugsar ekki nokkurn skapaðann hlut um hag launafólks! Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að hvergi í Evrópu er vinnutími jafn langur og hér á landi.

Það má segja að SA hafi unnið fullnaðar sigur ef samningur verður gerður á þessum nótum.

SA fór fram á sameiginlega launastefnu og ASÍ samþykkti það. Fullnaðar sigur.

SA lagði til 7% launahækkun til næstu þriggja ár þegar um 14% upphafshækkun þarf til þess eins að leiðrétta þá skerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir. Niðurstaðan er 8% hækkun til þriggja ára, nánast fullnaðar sigur.

SA lagði til 200.000,- kr tekjutryggingu, þegar sú hækkun ætti að vera á lágmarks taxta. Fullnaðar sigur.

SA gerir kröfur til stjórnvalda. Ekki er enn búið að ganga frá þeim málum en líklegt er að þar verði einnig fullnaðar sigur.

ASÍ fór ekki af stað með neinar raunverulegar kröfur í þessa samninga, einungis loðið orðalag um að standa vörð um kaupmátt. Þeim tókst það ekki, raunar nokkuð langt frá því marki. Það er hrópað húrra í herbúðum ASÍ yfir því að skattleysismörk skuli verða verðtryggð við laun. Þar breytir engu þó ríkið sé einungis að skila aftur því sem það tók! Það er hrópað húrra í herbúðum ASÍ yfir því að það skuli SKOÐA hvort hægt verði að lækka skatta þeirra lægstlaunuðu árið 2012. Og hvað með sjómannafsláttinn sem ríkið tók af með einu pennastriki, ekki er minnst einu orði á það rán í samningunum! Þvílík fyrra!!

Þá eyddi forseti ASÍ töluverðum tíma í kröfur um jafnan rétt allra lífeyrisþega. Svo sem ágætis málefni en algerlag ótímabær krafa, nú þegar ríkissjóður er rekinn fyrir lánsfé. Svo vitskertur er blessaður maðurinn að hann hélt að jafna mætti þetta bil að hluta með því að skerða réttindi ríkisstarfsmanna! Auðvitað verður svona breyting ekki gerð með öðrum hætti en að auka réttindi þeirra sem verr eru settir. Til þess þarf ríkið að koma fram með töluverða fjármunu og þeir eru ekki til í augnablikinu, eins og flestir landsmenn vita.

Hitt er annað mál að rétt er að skoða lifeyrissjóðamálið frá grunni, vegna þess skaða sem menn eins og t.d. Gylfi Arnbjörnsson hafa unnið því. Þetta er vinna sem hæglega er hægt að fara í strax, án þess að það komi kjarasamnigum við.

Meðan ég skrifa þetta er verið að segja frá því fréttum RUV að laun stjórnarmanna Arionbanka hafi verið hækkuð um 100%!! Hugguleg frétt þegar við sjáum fram á 8% hækkun TIL NÆSTU ÞRIGGJA ÁRA.

Við fáum 13.000,- kr. næstu þrjú ár til að geta borgað bankanum okkar aftur það sem við áttum fyrir í íbúðum okkar og hann hefur stolið af okkur. 8% hækkun launa til næstu þriggja ára til að borga bankanum af lánum sem þeir hafa hækkað um nærri 40% og þykir hæfilegt að hækka laun stjórnarmanna sinna um 100% !!

Þessi samningur milli vinanna Gylfa og Vilhjálms þarf að fá samþykki launafólks. Hugsanlegt er að þeir verði samþykktir en ég trúi þó ekki að launafólk sé svo dofið að það láti það verða. Tel reyndar að fólk sé búið að fá nóg af vitleysunni og láti 8% ölmusu ekki duga, nú þegar allir aðrir fá það sem þeir telja sig þurfa og sumir jafnvel mun meira en það.

 


mbl.is Skila sameiginlegum tillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband